Mér varð það á um daginn að pósta á Facebook að ég vissi ekki hvor væri leiðinlegri leiðarahöfundur, ritstjóri Fréttablaðsins eða ritstjóri Morgunblaðsins. Ég lýsti því eftir meiri framsýni, frumleika og fjöri. Sem komu svo í leitirnar í gær þegar bæði blöðin birtu ljómandi góða leiðara.
Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, fjallar um þá ákvörðun Icelandic Group að sækjast eftir vottun Marine Stewardship Council. Hann gagnrýnir þar m.a. afstöðu LÍÚ: ,,Heimurinn er hins vegar ekki svart-hvítur. Þegar sum umhverfisverndarsamtök hvetja neytendur til að sniðganga allan þorsk vegna þess að tegundin er ofveidd í Norðursjó eða við Kanada er það augljóslega villandi áróður. En þegar önnur umhverfisverndarsamtök benda á þá hættu, sem lífríki Jarðarinnar og lífsafkomu mannkynsins stafar af ofveiði og hvetja neytendur til að kaupa aðeins fisk, sem er veiddur og unninn með sjálfbærum hætti, hafa þau mikið til síns máls. Neytendur víða um heim eru meðvitaðir um þetta og gera kröfu um að fiskurinn sem þeir kaupa á markaðnum eða úti í búð sé umhverfisvottaður."
Morgunblaðið (Davíð eða Haraldur) fjallaði um dýravernd og birti það sem ég álít eina bestu hugvekju um umhverfisvernd sem ég hef lesið lengi: ,,Maðurinn er hrokafyllsta dýrategundin. Það er svo sem ekki að undra því að allar hinar urðu undir og verða nú að lúta honum, líka þær stærstu og kröftugustu. Fyrirferð mannsins fer sífellt vaxandi og mörk frjálsra lenda dýraríkisins á jarðarkringlunni skreppa hratt saman. Þess utan er gáleysi og óvönduð umgengni mannsins í sameiginlegu umhverfi sínu og þeirra dýrunum iðulega háskaleg. Skógareldar vegna íkveikju, flóð vegna ummyndunar lands, olíuslys á sjó og landi, auk venjubundina mengunarslysa eru nokkur dæmi. Votlendi er fargað og samgönguþarfir mannskepnunar þrengja sífellt að. ... Þegar maðurinn hafði náð því að verða herra jarðarinnar og að lokum þannig að yfirburðir hans voru algjörir orðnir, hafði ábyrgðin á tilverunni þar með einnig flust til hans. Stöðu hans fylgja skyldur og þær ríkar." Ég hvet alla til að næla í blaðið og lesa leiðarann í heild sinni.
Bravó Davíð/Haraldur, bravó Ólafur!
29. okt. 2010
27. okt. 2010
Íslenskir fiskútflytjendur vilja vottun Marine Stewardship Council
Það virðist vera sem forystufólk íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sé að taka erlendar umhverfisvottanir í sátt. Fréttablaðið segir frá því í morgun að Icelandic Group, sem er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, ætli að sækja um vottun Marine Stewardship Council (MSC) fyrir þorsk- og ýsuveiðar við Ísland. Vitnað er í Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóra Icelandic Group, sem segir að vottunin muni styðja við árangursríka markaðssetningu á íslensku sjávarfangi á erlendum markaði. Fyrr á þessu ári steig fiskútflutningsfyrirtækið Sæmark þetta skref, líklega fyrst íslenskra fyrirtækja. Fram að þessu hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ekki sýnt MSC mikinn áhuga, heldur þvert á móti. Talsmenn Landsambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hafa tortryggt MSC og líkt samtökunum við mafíu. Fiskifélag Íslands hefur þess vegna lagt í kostnaðarsama vinnu við að útbúa og markaðssetja séríslenskt vottunarkerfi.
Ég hef einu sinni verið boðaður á fund með fulltrúa LÍÚ til að ræða umhverfismerktar neysluvörur. Það var árið 2008 og þá vann ég að tillögum um leiðir til að auka áhuga og vitneskju Íslendinga um umhverfismerktar vörur. Fulltrúi LÍÚ gerði mjög lítið úr vægi umhverfismerkinga á erlendum mörkuðum og sagði þær geymdar úti í horni í sárafáum verslunum. Þá var ég tiltölulega nýfluttur frá Edinborg í Skotlandi og þóttist vita betur. Þeim fundi lauk með því að fulltrúi LÍÚ rauk á dyr og skellti á eftir sér.
En hvað skyldi valda þeirri merkilegu stefnubreytingu sem nú hefur orðið? Líklega hefur fyrri afstaða verið farin að skaða viðskipti íslenskra fyrirtækja í útlöndum, ekki síst eftir að Norðmenn hófu sitt vottunarferli hjá MSC fyrir tveimur árum. Við hefðum betur hafið þessa vegferð fyrr og staðið þannig vörð um orðspor íslenskra sjávarafurða og sparað okkur þann kostnað sem fylgir séríslensku vottunarkerfi.
Ég hef einu sinni verið boðaður á fund með fulltrúa LÍÚ til að ræða umhverfismerktar neysluvörur. Það var árið 2008 og þá vann ég að tillögum um leiðir til að auka áhuga og vitneskju Íslendinga um umhverfismerktar vörur. Fulltrúi LÍÚ gerði mjög lítið úr vægi umhverfismerkinga á erlendum mörkuðum og sagði þær geymdar úti í horni í sárafáum verslunum. Þá var ég tiltölulega nýfluttur frá Edinborg í Skotlandi og þóttist vita betur. Þeim fundi lauk með því að fulltrúi LÍÚ rauk á dyr og skellti á eftir sér.
En hvað skyldi valda þeirri merkilegu stefnubreytingu sem nú hefur orðið? Líklega hefur fyrri afstaða verið farin að skaða viðskipti íslenskra fyrirtækja í útlöndum, ekki síst eftir að Norðmenn hófu sitt vottunarferli hjá MSC fyrir tveimur árum. Við hefðum betur hafið þessa vegferð fyrr og staðið þannig vörð um orðspor íslenskra sjávarafurða og sparað okkur þann kostnað sem fylgir séríslensku vottunarkerfi.
Íslendingar með stærsta vistsporið
Spegill gærdagsins fjallaði um niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur á vistspori Íslendinga. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að Íslendingar eru neyslufrekasta þjóð heims. Eins og Sigurður segir sjálfur í viðtalinu þá er erfitt að ná 100% nákvæmni í svona mælingu en rannsóknin gefur okkur engu að síður góða mynd af því hvernig ástandið er hjá okkur í samanburði við aðrar þjóðir. Og ef þessari vinnu verður haldið áfram þá gefur rannsóknin okkur líka tækifæri til að bera saman árangur milli ára svo við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það hvert við stefnum á sviði umhverfismála hér á landi. Sigurður kemst vel að orði þegar hann segir Íslendinga vera yfirstétt í hnattrænum skilningi. Þetta er gott framtak hjá þeim Sigurði og Brynhildi. Hægt er að hlusta á þáttinn á vef Ríkisútvarpsins. Og það er hægt að nálgast rannsóknina á Skemmunni..
11. okt. 2010
Fundur um umhverfisvernd og stjórnarskrá
Félag umhverfisfræðinga hefur boðað til fundar um umhverfisvernd og stjórnarskrá á Kaffi Sólon á föstudag kl. 12:00. Fundurinn hefst á stuttu erindi en svo verður opnað fyrir umræður.
Á aðalfundi Félags umhverfisfræðinga 25. september síðastliðinn var þriggja manna vinnuhópur stofnaður til að stuðla að því að umhverfis- og náttúruverndarákvæði verði sett í stjórnarskrá. Vinnuhópurinn á að hafa frumkvæði að samvinnu einstaklinga og félagasamtaka um þetta mál og er fundurinn á Sólon á föstudag fyrsta skrefið í að stuðla að slíkri samvinnu. Vinnuhópinn skipa Guðmundur Hörður Guðmundsson, María J. Gunnarsdóttir og Björn Guðbrandur Jónsson. Aðalfundur Félags umhverfisfræðinga samþykkti einnig svolhjóðandi ályktun: ,,Aðalfundur Félags umhverfisfræðinga á Íslandi hvetur til þess að í nýrri stjórnarskrá íslenska lýðveldisins verði fjallað sérstaklega um umhverfismál. Jafnframt hvetur fundurinn almenning til að horfa til frambjóðenda til stjórnlagaþings sem hafa umhverfismál á stefnuskrá sinni.”
Ég geri ráð fyrir því að á fundinum á föstudag muni skapast lífleg umræða um það hvernig orða eigi stjórnarskrárákvæði um umhverfismál. Auk þess verður áhugavert að heyra hvort fólk hafi áhuga á að stofna sérstakan vettvang sem hafi það að markmiði að koma umhverfisverndarákvæði í nýja stjórnarskrá. Og vonandi mæta einhverjir frambjóðendur á svæðið.
Á aðalfundi Félags umhverfisfræðinga 25. september síðastliðinn var þriggja manna vinnuhópur stofnaður til að stuðla að því að umhverfis- og náttúruverndarákvæði verði sett í stjórnarskrá. Vinnuhópurinn á að hafa frumkvæði að samvinnu einstaklinga og félagasamtaka um þetta mál og er fundurinn á Sólon á föstudag fyrsta skrefið í að stuðla að slíkri samvinnu. Vinnuhópinn skipa Guðmundur Hörður Guðmundsson, María J. Gunnarsdóttir og Björn Guðbrandur Jónsson. Aðalfundur Félags umhverfisfræðinga samþykkti einnig svolhjóðandi ályktun: ,,Aðalfundur Félags umhverfisfræðinga á Íslandi hvetur til þess að í nýrri stjórnarskrá íslenska lýðveldisins verði fjallað sérstaklega um umhverfismál. Jafnframt hvetur fundurinn almenning til að horfa til frambjóðenda til stjórnlagaþings sem hafa umhverfismál á stefnuskrá sinni.”
Ég geri ráð fyrir því að á fundinum á föstudag muni skapast lífleg umræða um það hvernig orða eigi stjórnarskrárákvæði um umhverfismál. Auk þess verður áhugavert að heyra hvort fólk hafi áhuga á að stofna sérstakan vettvang sem hafi það að markmiði að koma umhverfisverndarákvæði í nýja stjórnarskrá. Og vonandi mæta einhverjir frambjóðendur á svæðið.
8. okt. 2010
Sólarmegin í atvinnulífinu
Það var hressandi að hlusta á viðtal við Helgu Valfells, framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hún var þar til að tjá sig um fréttir vikunnar og þess vegna bjóst ég ekki við mjög uppörvandi umræðum. Enda hóf spyrillinn umræðuna eitthvað á þessa leið: ,,Það er dálítið drungalegt andrúmsloft í samfélaginu og það virðist ekki vera mikil von." En Helga var ekki alveg á sama máli og sagðist starfa sólarmegin í atvinnulífinu. Hjá nýsköpunarfyrirtækjum hefði nefnilega sjaldan verið betri stemmning, þau væru að ráða fólk og skapa gjaldeyri, erlendir fjárfestar væru að koma með peninga inn í landið og fullt af kláru fólki væri að gera frábæra hluti. Hún yrði því ekki vör við vonleysi í sínum störfum, heldur mikla bjartsýni og grósku. Helga tók það fram að úrræði stjórnvalda hefðu mikið með þetta að gera, t.d. heimild nýsköpunarfyrirtækja til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá og fá bætur viðkomandi upp í launagreiðslur.
Ég þakka Helgu fyrir að læða þessari gleðipillu út í morgunkaffið hjá mér og hvet hana um leið til að fara oftar í kaffi hjá starfsfólki Samtaka atvinnulífsins, ekki virðist veita af.
Ég þakka Helgu fyrir að læða þessari gleðipillu út í morgunkaffið hjá mér og hvet hana um leið til að fara oftar í kaffi hjá starfsfólki Samtaka atvinnulífsins, ekki virðist veita af.
1. okt. 2010
Persónukjör til efri deildar Alþingis
Birti þessa grein í Fréttablaðinu í dag:
Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag og eins gæti það gert flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir.
Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref, persónukjör og jafnt atkvæðavægi, tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð.
Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé.
Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag og eins gæti það gert flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir.
Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref, persónukjör og jafnt atkvæðavægi, tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð.
Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)