27. okt. 2010
Íslendingar með stærsta vistsporið
Spegill gærdagsins fjallaði um niðurstöður Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur á vistspori Íslendinga. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að Íslendingar eru neyslufrekasta þjóð heims. Eins og Sigurður segir sjálfur í viðtalinu þá er erfitt að ná 100% nákvæmni í svona mælingu en rannsóknin gefur okkur engu að síður góða mynd af því hvernig ástandið er hjá okkur í samanburði við aðrar þjóðir. Og ef þessari vinnu verður haldið áfram þá gefur rannsóknin okkur líka tækifæri til að bera saman árangur milli ára svo við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það hvert við stefnum á sviði umhverfismála hér á landi. Sigurður kemst vel að orði þegar hann segir Íslendinga vera yfirstétt í hnattrænum skilningi. Þetta er gott framtak hjá þeim Sigurði og Brynhildi. Hægt er að hlusta á þáttinn á vef Ríkisútvarpsins. Og það er hægt að nálgast rannsóknina á Skemmunni..