- Ríkisstjórnin ætlar að færa Kjalölduveitu við Þjórsárver og Héraðsvötn í Skagafirði úr verndarflokki gegn niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar.
- Ríkisstjórnin ætlar að færa Skrokköldu á miðju hálendinu og í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs úr biðflokki rammaáætlunar í virkjanaflokk.
- Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja Hamarsvirkjun í jaðri Lónsöræfa í verndarflokk eins og var niðurstaða rammaáætlunar.
- Ríkisstjórnin færir vindorkuver í Garpsdal við Breiðafjörð í virkjanaflokk þó að niðurstaða sérfræðinga rammaáætlunar hafi verið að svæðið ætti að fara í vernd.
- Landsvirkjun er að reisa Hvammsvirkjun með sérlögum ríkisstjórnarinnar vegna þess að dómstólar dæmdu hana ólöglega.
- Ríkisstjórnin ætlar að færa Urriðafoss í neðri hluta Þjórsár í virkjanaflokk.
- Landsvirkjun reisir nú vindorkuver við Búrfell.
- Orkuveita Reykjavíkur er í áframhaldandi landnámi í kringum Hellisheiðarvirkjun vegna ofnýtingar jarðhitans við raforkuframleiðslu til álvers. Fyrirtækið er einnig að undirbúa vindmylluver á Mosfellsheiði.
- Vesturverk hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hvalárvirkjun séu að hefjast með tilheyrandi röskun á víðernum Ófeigsfjarðar á norðanverðum Vestfjörðum.
- HS Orka borar nú innan friðlýsts útivistarsvæðis í Krýsuvík, m.a. til ósjálfbærrar raforkuframleiðslu.
- Um fjörutíu vindorkuver eru nú í undirbúningi á landinu öllu.
Guðmundur Hörður
9. jan. 2026
Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands?
Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Mig grunar þó að framkvæmdagleðin í náttúru Íslands sé ekki alveg eins vinsæl og þeir virðast hafa talið sér trú um, hvort sem litið er til einstakra framkvæmda eða þeirra heildaráforma sem orkufyrirtækin og ríkisstjórnin hafa boðað. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í vinnslu og undirbúningi:
17. okt. 2025
Við þurfum að tala um Heiðmörk
Borgarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Veitur, ætla að stækka mjög girðingar í kringum vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og vill breyta skipulagi þannig að akandi verði gert að leggja í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá vinsælustu útivistarsvæðum Heiðmerkur. Þannig yrði svæðinu í raun lokað fyrir miklum fjölda fólks og ferðum þangað myndi líklega fækka hjá flestum þegar við bætist um sjö kílómetra ganga til og frá áfangastað. Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt mjög fróðlegan fund um þessar fyrirhuguðu aðgerðir í vor og vakti þar með umræðu um þetta hagsmunamál borgarbúa.
Á fundinum kom skýrt fram hversu mikil verðmæti það eru sem Orkuveitan ætlar með þessu að hafa af borgarbúum. Hagfræðingar mátu þau á 3,1 milljarð króna árið 2013 (5 milljarðar á núvirði), ekki síst vegna þeirra lífsgæða sem svæðið veitir. Við getum ímyndað okkur hversu mikið þessi tala hefur hækkað með fjölgun þeirra sem njóta Heiðmerkur frá því að rannsóknin var gerð. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnandi rannsóknarinnar, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagði á fundinum að í þessu ljósi væri mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að Heiðmörk. Sömu áherslu mátti greina í erindi sviðsstjóra lýðheilsusviðs Embættis landlæknis sem sagði að mikilvægt væri að tryggja gott aðgengi að grænum svæðum til að stuðla að betri heilsu, minni streitu og minni heilsufarslegum ójöfnuði. Í pallborðsumræðu vakti Sigurbjörn Rúnar Björnsson, forstöðumaður Virknimiðstöðvar Reykjavikur, einmitt athygli á að fólk á hans vegum, með þroskahömlun eða einhverfu, færi reglulega í Heiðmörk á sumrin í samstarfi við Skógræktarfélagið og kæmi til baka með mjög bætta líðan. Verði Orkuveitunni að ætlun sinni þá verður ekki lengur hægt að bjóða upp á slíkar heilsubótarferðir. Í sömu pallborðsumræðum sagði Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt í útimenntun við Háskóla Íslands, að auðvitað ætti umræðan að snúast um það hvernig aðgengi að Heiðmörk yrði aukið, ekki minnkað. Á Norðurlöndunum væri gengið lengra í veita öllum aðgengi að útivistarsvæðum, sér í lagi fötluðum, og margt væri gert til að hvetja almenning til að nota græn svæði. En í Reykjavík væri eiginlega hvorugt gert og það væri á höndum Skógræktarfélags Reykjavíkur að vernda þessi gæði fyrir almenning. Borgin gerði aftur á móti fátt til að tryggja t.d. að skóla- og frístundastarf sogaðist inn í Heiðmörk, heldur þvert á móti.
Það kom síðan skýrt fram í erindi Árna Hjartarsonar, fyrrum jarðfræðings hjá ÍSOR, að hægt væri að verja neysluvatn með öðrum og hófstilltari hætti en Orkuveita Reykjavíkur ætlar sér. Þannig hefði dæling vatns frá svæðum nærri útivistarsvæðum Heiðmerkur farið minnkandi (530 lítrar á sekúndu) en dæling frá Vatnsendakrika ofan útivistarsvæðisins hefði farið vaxandi (220 lítrar á sekúndu). Þá bentu boranir til að sækja mætti mikið vatn í Grenkrika, ofar í landinu, í stað þess vatns sem nú er sótt innan útivistarsvæðis Heiðmerkur. Því fylgdi óneitanlega kostnaður en á móti kæmi að Orkuveitan myndi spara sér dýra girðingavinnu og annan kostnað sem fylgdi lokun Heiðmerkur fyrir almenningi. Þess má geta að samkvæmt kostnaðarmati sem unnið var fyrir Skógræktarfélagið þá gæti það reynst ódýrara að færa vatnsbólin en að girða þau á núverandi stað eins og fyrirhugað er. Árni benti á að auki yrði vatn úr Grenkrika sótt á meira dýpi og því betur varið fyrir mengun en núverandi vatnstökusvæði. Þá væri einnig hægt að sækja meira vatn í land Mosfellsbæjar (300-550 lítrar á sekúndu) auk þess sem hægt væri að tengja betur saman vatnsveitur höfuðborgarsvæðisins og ná þannig auknum sveigjanleika og öryggi í nýtingu vatnsauðlindarinnar. Það eru því fjölmargar aðrar og betri leiðir til vatnsverndar en sú sem Orkuveita Reykjavíkur hefur valið.
Það er ljóst að verðmæti Heiðmerkur sem útivistarsvæðis setur þær skyldur á herðar Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjórn að vandað sé miklu betur til verka í skipulagsmálum svæðisins. Því miður hefur fyrirtækið ekki boðið upp á samtal um framtíð Heiðmerkur og tók t.d. ekki þátt í fundi Skógræktarfélagsins. Hvers vegna liggur t.d. ekki fyrir vönduð og hlutlaus valkostagreining þar sem kostnaður við lokun Heiðmerkur er borinn saman við flutning vatnstökusvæðisins. Hingað til hefur meirihluti borgarstjórnar látið duga að fjalla um málið í svartholi skipulagsferla, enda sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og stjórnarkona í Skógræktarfélaginu, á umræddum fundi að það væri skrítið að eiga við stjórnvöld sem neituðu að taka þátt í samtali við borgarbúa.
Það verður gengið til kosninga í vor og þá gefst borgarbúum tækifæri til að lýsa afstöðu sinni til þessa máls með atkvæði sínu. Hingað til hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins einn lýst því yfir að almenningur eigi áfram að hafa óskertan aðgang að Heiðmörk. Vonandi taka fleiri flokkar upp þá stefnu.
Á fundinum kom skýrt fram hversu mikil verðmæti það eru sem Orkuveitan ætlar með þessu að hafa af borgarbúum. Hagfræðingar mátu þau á 3,1 milljarð króna árið 2013 (5 milljarðar á núvirði), ekki síst vegna þeirra lífsgæða sem svæðið veitir. Við getum ímyndað okkur hversu mikið þessi tala hefur hækkað með fjölgun þeirra sem njóta Heiðmerkur frá því að rannsóknin var gerð. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnandi rannsóknarinnar, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sagði á fundinum að í þessu ljósi væri mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að Heiðmörk. Sömu áherslu mátti greina í erindi sviðsstjóra lýðheilsusviðs Embættis landlæknis sem sagði að mikilvægt væri að tryggja gott aðgengi að grænum svæðum til að stuðla að betri heilsu, minni streitu og minni heilsufarslegum ójöfnuði. Í pallborðsumræðu vakti Sigurbjörn Rúnar Björnsson, forstöðumaður Virknimiðstöðvar Reykjavikur, einmitt athygli á að fólk á hans vegum, með þroskahömlun eða einhverfu, færi reglulega í Heiðmörk á sumrin í samstarfi við Skógræktarfélagið og kæmi til baka með mjög bætta líðan. Verði Orkuveitunni að ætlun sinni þá verður ekki lengur hægt að bjóða upp á slíkar heilsubótarferðir. Í sömu pallborðsumræðum sagði Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunkt í útimenntun við Háskóla Íslands, að auðvitað ætti umræðan að snúast um það hvernig aðgengi að Heiðmörk yrði aukið, ekki minnkað. Á Norðurlöndunum væri gengið lengra í veita öllum aðgengi að útivistarsvæðum, sér í lagi fötluðum, og margt væri gert til að hvetja almenning til að nota græn svæði. En í Reykjavík væri eiginlega hvorugt gert og það væri á höndum Skógræktarfélags Reykjavíkur að vernda þessi gæði fyrir almenning. Borgin gerði aftur á móti fátt til að tryggja t.d. að skóla- og frístundastarf sogaðist inn í Heiðmörk, heldur þvert á móti.
Það kom síðan skýrt fram í erindi Árna Hjartarsonar, fyrrum jarðfræðings hjá ÍSOR, að hægt væri að verja neysluvatn með öðrum og hófstilltari hætti en Orkuveita Reykjavíkur ætlar sér. Þannig hefði dæling vatns frá svæðum nærri útivistarsvæðum Heiðmerkur farið minnkandi (530 lítrar á sekúndu) en dæling frá Vatnsendakrika ofan útivistarsvæðisins hefði farið vaxandi (220 lítrar á sekúndu). Þá bentu boranir til að sækja mætti mikið vatn í Grenkrika, ofar í landinu, í stað þess vatns sem nú er sótt innan útivistarsvæðis Heiðmerkur. Því fylgdi óneitanlega kostnaður en á móti kæmi að Orkuveitan myndi spara sér dýra girðingavinnu og annan kostnað sem fylgdi lokun Heiðmerkur fyrir almenningi. Þess má geta að samkvæmt kostnaðarmati sem unnið var fyrir Skógræktarfélagið þá gæti það reynst ódýrara að færa vatnsbólin en að girða þau á núverandi stað eins og fyrirhugað er. Árni benti á að auki yrði vatn úr Grenkrika sótt á meira dýpi og því betur varið fyrir mengun en núverandi vatnstökusvæði. Þá væri einnig hægt að sækja meira vatn í land Mosfellsbæjar (300-550 lítrar á sekúndu) auk þess sem hægt væri að tengja betur saman vatnsveitur höfuðborgarsvæðisins og ná þannig auknum sveigjanleika og öryggi í nýtingu vatnsauðlindarinnar. Það eru því fjölmargar aðrar og betri leiðir til vatnsverndar en sú sem Orkuveita Reykjavíkur hefur valið.
Það er ljóst að verðmæti Heiðmerkur sem útivistarsvæðis setur þær skyldur á herðar Orkuveitu Reykjavíkur og borgarstjórn að vandað sé miklu betur til verka í skipulagsmálum svæðisins. Því miður hefur fyrirtækið ekki boðið upp á samtal um framtíð Heiðmerkur og tók t.d. ekki þátt í fundi Skógræktarfélagsins. Hvers vegna liggur t.d. ekki fyrir vönduð og hlutlaus valkostagreining þar sem kostnaður við lokun Heiðmerkur er borinn saman við flutning vatnstökusvæðisins. Hingað til hefur meirihluti borgarstjórnar látið duga að fjalla um málið í svartholi skipulagsferla, enda sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og stjórnarkona í Skógræktarfélaginu, á umræddum fundi að það væri skrítið að eiga við stjórnvöld sem neituðu að taka þátt í samtali við borgarbúa.
Það verður gengið til kosninga í vor og þá gefst borgarbúum tækifæri til að lýsa afstöðu sinni til þessa máls með atkvæði sínu. Hingað til hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins einn lýst því yfir að almenningur eigi áfram að hafa óskertan aðgang að Heiðmörk. Vonandi taka fleiri flokkar upp þá stefnu.
22. feb. 2024
Don Kíkóte orkuumræðunnar og hundar sem elta eigið skott
Það hefur verið dapurlegt en samt eilítið kómískt að fylgjast með orkuumræðunni undanfarið. Stjórnmálafólk og talsfólk orkufyrirtækja minnir á hund sem hleypur í hringi á eftir eigin rófu - það er mikið hlaupið og gelt en samt vita allir sem á horfa að markmiðið er illa valið og óraunhæft. Einkar áhugavert hefur verið að fylgjast með umhverfis- og orkumálaráðherra í þessari umræðu. Hann ber sjálfur ábyrgð á því að búa til óraunhæfar væntingar með afar misheppnaðri skýrslu um stöðu orkumála í ársbyrjun 2022. Orkufyrirtækin hafa síðan flaggað þeim óraunhæfu hugmyndum sem þar eru settar fram um gjörnýtingu landsins í þágu raforkuframleiðslu og kryddað þær með áróðursherferð um yfirvofandi orkuskort í raforkuríkasta landi heims. Svo rammt hefur kveðið að þessu af hálfu orkufyrirtækjanna að umhverfisráðherra baðst vægðar á ársfundi Samorku í fyrra og bað fyrirtækin um að hætta að kvarta yfir aðgerðarleysi stjórnvalda, enda hefði engin ríkisstjórn þjónustað orkufyrirtækin eins vel og sú sem nú er við völd. Þar rataðist honum satt orð á munn, því þótt það þjóni pólitískum hagsmunum þingmanna VG og Sjálfstæðisflokks að láta eins og milli þeirra sé djúpstæður ágreiningur í virkjanamálum þá er það líklega þingkona Framsóknarflokksins sem hefur komist næst því að segja satt og rétt frá stöðunni í orkumálum í nýlegu viðtali við Morgunblaðið: „Ég hef ekki séð eitt mál, sem tengist orkumálum, sem ekki hefur verið samþykkt í ríkisstjórnarflokkunum þremur. … Ég sé ekki alveg hvar núningurinn er.“ Hún benti réttilega á að Sjálfstæðisflokkurinn færi með umhverfis- og orkumálin og hann væri mjög óskýr í sínum málflutningi um það hvar vandinn lægi og til hvaða mála þingmenn ættu að taka afstöðu til. Það er ekki annað hægt en að finna til með þingkonu Framsóknarflokksins sem þarf að vinna með samstarfsflokkum sem nýta hvert tækifæri til að ala á upplýsingaóreiðu um orkumál.
Þingmönnum Viðreisnar, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks hefur orðið tíðrætt um hægagang í orkumálum og umhverfisráðherra hefur gengið svo langt að tala um „algjöra stöðnun“ í orkuframleiðslu á undanförnum fimmtán árum. Engu að síður hefur aukning uppsetts rafafls undanfarinn áratug verið meiri en bæði áratugina 1983-1992 og 1993-2002 (sjá mynd að ofan). Aukningin stenst hins vegar auðvitað ekki samjöfnuð við áratuginn 2003-2012 (Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun) og 7. og 8. áratuginn (Búrfellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun og Sigölduvirkjun) þegar tvö jökulfljót voru virkjuð sérstaklega fyrir stóriðju. En þessar tölur sýna svart á hvítu hversu galin umræðan um orkuskort er, ekki nema að orkufyrirtækin hafi misst tökin á rekstri orkukerfisins og selt meiri orku en þau geta framleitt.
Umhverfisráðherra og margir aðrir stjórnmálamenn virðast því hafa tekið sér hlutverk Don Kíkóta þegar þeir ráðast á ímyndaðan andstæðing í formi orkuskorts. Enda verður þessum stjórnmálamönnum yfirleitt svarafátt þegar þeir eru beðnir um nákvæma útlistun á því hvað þeir vilji gera til að takast á við skortinn. Vill Sjálfstæðisflokkurinn draga úr eignarrétti landeigenda og rétti þeirra til að ráðstafa eigin landi? Vill Viðreisn draga úr réttindum almennings til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt eða hafa skipulagsvaldið af sveitarfélögunum? Vill Miðflokkurinn skylda orkufyrirtækin með lögum til að reisa óhagkvæmar virkjanir sem munu leiða til verðhækkana á raforku til almennings? Svona spurningum þurfa orkuriddarar Alþingis að svara í stað þess að grípa til innihaldslausra upphrópana. Það hafa vissulega orðið grundvallarbreytingar á virkjanamálum á síðustu árum og áratugum sem gera það að verkum að það hefur dregið úr áhrifum alþingismanna þegar kemur að raforkumálum, að rammaáætlun undanskilinni. Frá 2003 hefur verið komið á samkeppnismarkaði sem gerir raforkukerfið allt flóknara í vöfum, dregur úr heildarsýn og fjarlægir stjórnmálamenn frá ákvörðunum um einstaka virkjanir. Við sjáum líka að orkufyrirtækin virðast eiga í vandræðum með að fóta sig í þessu nýja umhverfi, til marks um það er t.d. umræðan um raforkuleka milli kerfa stórkaupenda og heimila, rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Landsvirkjun og nýlegt dómsmál þar sem eitt ríkisfyrirtæki á orkumarkaði kærir annað. Alþingismenn eru orðnir svo áhrifalitlir í raforkumálum að þeir geta ekki einu sinni gegnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að tryggja það að almenningur, sem notar minna en 5% af raforku í landinu, eigi forgangsrétt að henni og þurfi ekki að sitja undir fráleitum áróðri orkufyrirtækjanna um að heimilin í landinu séu á barmi rafmagnsleysis.
Landsvirkjun stefnir nú hraðbyri að fyrstu stórvirkjuninni í byggð, Orkuveita Reykjavíkur þenur út virkjanasvæðið á Hellisheiði og HS Orka á Reykjanesi, meira að segja í hinum einstöku Eldvörpum. Þá á hálendið undir högg að sækja þar sem Landsvirkjun hefur auglýst útboð fyrir stóran vindmyllugarð í anddyri þess og Alþingi hefur aftur opnað á möguleika Landsvirkjunar til að reisa Skrokkölduvirkjun í hjarta hálendisins. Þá er allt í einu er farið að ræða fráleitar hugmyndir um virkjanir í Hvalá á Ströndum, í friðlandinu í Vatnsfirði og í Ölfusdal við Hveragerði eins og ekkert sé eðlilegra. Þar að auki hefur Landsvirkjun boðað eðlilegar stækkanir á virkjunum sem þegar hafa verið reistar. Þannig að þrátt fyrir tröllasögur um annað þá er það náttúruverndin sem á undir högg að sækja þessa dagana en ekki orkufyrirtækin. En einhverra hluta vegna kýs stjórnmálafólk og fjölmiðlar að enduróma tröllasögurnar frekar en að fjalla t.d. um það hvort orkufyrirtækin og opinberar stofnanir ráði við rekstur raforkukerfisins á samkeppnismarkaði, hvort fyrirtækin geti mögulega skapað meiri verðmæti úr þeirri orku sem nú þegar er virkjuð, hvort aukin sókn fyrirtækja í óhagkvæmari virkjanakosti muni leiða til hækkunar orkuverðs á almenning og fyrirtæki og hvort kostnaðurinn við fjölgun milliliða á raforkumarkaði kunni að koma niður á neytendum, en nú eru starfandi níu raforkusölufyrirtæki á okkar örlitla smásölumarkaði. Er til of mikils ætlast að alþingis- og fjölmiðlafólk hugi að hagsmunum náttúru og neytenda í stað þess að enduróma í sífellu áróðursbumbur virkjanaiðnaðarins.
Þingmönnum Viðreisnar, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks hefur orðið tíðrætt um hægagang í orkumálum og umhverfisráðherra hefur gengið svo langt að tala um „algjöra stöðnun“ í orkuframleiðslu á undanförnum fimmtán árum. Engu að síður hefur aukning uppsetts rafafls undanfarinn áratug verið meiri en bæði áratugina 1983-1992 og 1993-2002 (sjá mynd að ofan). Aukningin stenst hins vegar auðvitað ekki samjöfnuð við áratuginn 2003-2012 (Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun) og 7. og 8. áratuginn (Búrfellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun og Sigölduvirkjun) þegar tvö jökulfljót voru virkjuð sérstaklega fyrir stóriðju. En þessar tölur sýna svart á hvítu hversu galin umræðan um orkuskort er, ekki nema að orkufyrirtækin hafi misst tökin á rekstri orkukerfisins og selt meiri orku en þau geta framleitt.
Umhverfisráðherra og margir aðrir stjórnmálamenn virðast því hafa tekið sér hlutverk Don Kíkóta þegar þeir ráðast á ímyndaðan andstæðing í formi orkuskorts. Enda verður þessum stjórnmálamönnum yfirleitt svarafátt þegar þeir eru beðnir um nákvæma útlistun á því hvað þeir vilji gera til að takast á við skortinn. Vill Sjálfstæðisflokkurinn draga úr eignarrétti landeigenda og rétti þeirra til að ráðstafa eigin landi? Vill Viðreisn draga úr réttindum almennings til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt eða hafa skipulagsvaldið af sveitarfélögunum? Vill Miðflokkurinn skylda orkufyrirtækin með lögum til að reisa óhagkvæmar virkjanir sem munu leiða til verðhækkana á raforku til almennings? Svona spurningum þurfa orkuriddarar Alþingis að svara í stað þess að grípa til innihaldslausra upphrópana. Það hafa vissulega orðið grundvallarbreytingar á virkjanamálum á síðustu árum og áratugum sem gera það að verkum að það hefur dregið úr áhrifum alþingismanna þegar kemur að raforkumálum, að rammaáætlun undanskilinni. Frá 2003 hefur verið komið á samkeppnismarkaði sem gerir raforkukerfið allt flóknara í vöfum, dregur úr heildarsýn og fjarlægir stjórnmálamenn frá ákvörðunum um einstaka virkjanir. Við sjáum líka að orkufyrirtækin virðast eiga í vandræðum með að fóta sig í þessu nýja umhverfi, til marks um það er t.d. umræðan um raforkuleka milli kerfa stórkaupenda og heimila, rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Landsvirkjun og nýlegt dómsmál þar sem eitt ríkisfyrirtæki á orkumarkaði kærir annað. Alþingismenn eru orðnir svo áhrifalitlir í raforkumálum að þeir geta ekki einu sinni gegnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni að tryggja það að almenningur, sem notar minna en 5% af raforku í landinu, eigi forgangsrétt að henni og þurfi ekki að sitja undir fráleitum áróðri orkufyrirtækjanna um að heimilin í landinu séu á barmi rafmagnsleysis.
Landsvirkjun stefnir nú hraðbyri að fyrstu stórvirkjuninni í byggð, Orkuveita Reykjavíkur þenur út virkjanasvæðið á Hellisheiði og HS Orka á Reykjanesi, meira að segja í hinum einstöku Eldvörpum. Þá á hálendið undir högg að sækja þar sem Landsvirkjun hefur auglýst útboð fyrir stóran vindmyllugarð í anddyri þess og Alþingi hefur aftur opnað á möguleika Landsvirkjunar til að reisa Skrokkölduvirkjun í hjarta hálendisins. Þá er allt í einu er farið að ræða fráleitar hugmyndir um virkjanir í Hvalá á Ströndum, í friðlandinu í Vatnsfirði og í Ölfusdal við Hveragerði eins og ekkert sé eðlilegra. Þar að auki hefur Landsvirkjun boðað eðlilegar stækkanir á virkjunum sem þegar hafa verið reistar. Þannig að þrátt fyrir tröllasögur um annað þá er það náttúruverndin sem á undir högg að sækja þessa dagana en ekki orkufyrirtækin. En einhverra hluta vegna kýs stjórnmálafólk og fjölmiðlar að enduróma tröllasögurnar frekar en að fjalla t.d. um það hvort orkufyrirtækin og opinberar stofnanir ráði við rekstur raforkukerfisins á samkeppnismarkaði, hvort fyrirtækin geti mögulega skapað meiri verðmæti úr þeirri orku sem nú þegar er virkjuð, hvort aukin sókn fyrirtækja í óhagkvæmari virkjanakosti muni leiða til hækkunar orkuverðs á almenning og fyrirtæki og hvort kostnaðurinn við fjölgun milliliða á raforkumarkaði kunni að koma niður á neytendum, en nú eru starfandi níu raforkusölufyrirtæki á okkar örlitla smásölumarkaði. Er til of mikils ætlast að alþingis- og fjölmiðlafólk hugi að hagsmunum náttúru og neytenda í stað þess að enduróma í sífellu áróðursbumbur virkjanaiðnaðarins.
4. sep. 2023
Aldarlöng ítök í bankakerfinu
Afskipti Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, af bankakerfinu hafa enn einu sinni valdið almennri óánægju í samfélaginu. Þessi afskipti hans hafa nú staðið í rúman áratug og eru vel skjalfest í dómsskjölum og Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Afskipti fjölskyldu Bjarna, svonefndrar Engeyjarættar, af bankakerfinu ná hins vegar miklu lengra aftur í söguna, eða rúma öld — fjórar kynslóðir.
21. jún. 2023
Maðurinn sem kunni ekki að segja nei
Ég ímynda mér að ævi Jóhannesar Nordal sé efniviður í meiriháttar pólitískt drama. Þá á ég við eitthvað í anda Borgen eða House of Cards. Maðurinn var bankastjóri stærsta viðskiptabankans og síðar Seðlabankans í áratugi og stjórnarformaður stærsta orkufyrirtækis landsins í þrjátíu ár. Hann var efnahagsráðgjafi og persónulegur vinur fjölmargra helstu stjórnmálaleiðtoga borgaralegu flokkanna sem sóttust eftir að fá hann á framboðslista og buðu honum meira að segja stól forsætisráðherra — og eiginlega annað hvert starf sem losnaði í efstu lögum stjórnkerfisins ef marka má bókina. Og svo virðist sem Jóhannes hafi verið sú manngerð sem kunni ekki — eða kunni ekki við — að segja nei því það hlóðust á hann ábyrgðahlutverkin, sum hver sem hafa vart farið saman í nútímaljósi. Að minnsta kosti þætti það varla við hæfi í dag að einn og sami maðurinn gætti efnahagslegs stöðugleika sem Seðlabankastjóri á sama tíma og hann leiddi stærstu fjárfestingar þjóðarinnar í hlutverki sínu sem stjórnarformaður Landsvirkjunar.
En þrátt fyrir veigamikið hlutverk Jóhannesar í valdakerfinu þá stendur ævisagan Lifað með öldinni ekki undir væntingum um pólitískt drama eða sögulegar uppljóstranir. Hún er aftur á móti gott yfirlitsrit fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjórnmála- og efnahagssögu 20. aldar.
En þrátt fyrir veigamikið hlutverk Jóhannesar í valdakerfinu þá stendur ævisagan Lifað með öldinni ekki undir væntingum um pólitískt drama eða sögulegar uppljóstranir. Hún er aftur á móti gott yfirlitsrit fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjórnmála- og efnahagssögu 20. aldar.
Pistillinn er birtur í heild sinni á medium.com/gudmundurhordur.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)
