23. mar. 2023

Hægri stjórnin sem hótaði hernum

Sagan af leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 er vel þekkt og ekki síst það afrek íslenskra stjórnvalda að taka á móti Reagan og Gorbachev og heimspressunni með fárra daga fyrirvara. En það er önnur saga sem tengist fundinum í Höfða sem er ekki eins vel þekkt þó að hún hafi varðað hagsmuni Íslands með beinni hætti en sjálfur leiðtogafundurinn. Það er saga tveggja ára langrar deilu íslenskra og bandarískra stjórnvalda, hótana hægri stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um brottvísun bandarískra hersins frá Keflavík, leynilegra samningafunda og neyðarfundar bandaríska þingsins.