23. nóv. 2022

Ingibjörg og Jónas

Sagnfræðingafélagið efndi nýverið til málþings um Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konuna sem var kosin á Alþingi. Kristín Ástgeirsdóttir flutti þar erindi sem hún nefndi Málsvari kvenna eða „besta sverð íhaldsins“? Erindið var vel flutt og ályktanir um mikilvægan þátt Ingibjargar í stjórnmálasögunni skýrar og vel rökstuddar. Það eru samt nokkur atriði sem rétt er að bregðast við í tengslum við umfjöllun Kristínar um Jónas Jónsson frá Hriflu, samskipti hans við Ingibjörgu og afstöðu hans til kvenréttinda og menntunar kvenna.