Afskipti Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, af bankakerfinu hafa enn einu sinni valdið almennri óánægju í samfélaginu. Þessi afskipti hans hafa nú staðið í rúman áratug og eru vel skjalfest í dómsskjölum og Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Afskipti fjölskyldu Bjarna, svonefndrar Engeyjarættar, af bankakerfinu ná hins vegar miklu lengra aftur í söguna, eða rúma öld — fjórar kynslóðir.