21. jún. 2023

Maðurinn sem kunni ekki að segja nei

Ég ímynda mér að ævi Jóhannesar Nordal sé efniviður í meiriháttar pólitískt drama. Þá á ég við eitthvað í anda Borgen eða House of Cards. Maðurinn var bankastjóri stærsta viðskiptabankans og síðar Seðlabankans í áratugi og stjórnarformaður stærsta orkufyrirtækis landsins í þrjátíu ár. Hann var efnahagsráðgjafi og persónulegur vinur fjölmargra helstu stjórnmálaleiðtoga borgaralegu flokkanna sem sóttust eftir að fá hann á framboðslista og buðu honum meira að segja stól forsætisráðherra — og eiginlega annað hvert starf sem losnaði í efstu lögum stjórnkerfisins ef marka má bókina. Og svo virðist sem Jóhannes hafi verið sú manngerð sem kunni ekki — eða kunni ekki við — að segja nei því það hlóðust á hann ábyrgðahlutverkin, sum hver sem hafa vart farið saman í nútímaljósi. Að minnsta kosti þætti það varla við hæfi í dag að einn og sami maðurinn gætti efnahagslegs stöðugleika sem Seðlabankastjóri á sama tíma og hann leiddi stærstu fjárfestingar þjóðarinnar í hlutverki sínu sem stjórnarformaður Landsvirkjunar.

En þrátt fyrir veigamikið hlutverk Jóhannesar í valdakerfinu þá stendur ævisagan Lifað með öldinni ekki undir væntingum um pólitískt drama eða sögulegar uppljóstranir. Hún er aftur á móti gott yfirlitsrit fyrir alla þá sem hafa áhuga á stjórnmála- og efnahagssögu 20. aldar.

Pistillinn er birtur í heild sinni á medium.com/gudmundurhordur.