Gullni hringurinn í gulum lit og hugmynd að Fossaslóð í bláum. |
Á ferðalagi um Fossaslóð mætti skoða fossa í og við Þjórsá, t.d. Urriðafoss, Hjálparfoss, Þjófafoss og Háafoss. Og með einföldum vegabótum austan Þjórsár yrðu Dynkur og Gljúfurleitarfoss rúsínan í pylsuendanum. Þessu gæti fylgt talsverð uppbygging innviða fyrir ferðaþjónustu í Þjórsárdal, t.d. við Stöng, Þjórsárdalslaug, Þjórsárdalsskóg og Gjána.
Svona uppbygging hefur líklega aldrei verið skoðað af neinni alvöru vegna hugmynda Landsvirkjunar um að reisa Norðlingaölduveitu efst í Þjórsá. Með þeim hætti heldur fyrirtækið aftur af vaxtarsprotum í Þjórsárdal.