11. mar. 2022

Meintur orkuskortur og áhrif alþjóðamarkaða

Umræða um mein­tan raf­orku­skort hjá raf­orku­rík­ustu þjóð heims hefur verið hávær frá því á haust­mán­uð­um. Hún hefur verið rekin áfram af for­stjóra Lands­virkj­unar sem byrj­aði að lýsa því yfir 30. sept­em­ber að fyr­ir­tækið þyrfti að reisa fleiri virkj­anir þar sem raf­orku­kerfið „væri nálægt því að vera full­nýtt og að mestu bundið í lang­tíma­samn­ingum við núver­andi við­skipta­vin­i“.

Í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar 19. nóv­em­ber var því síðan lýst að við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins hefðu jafnt og þétt aukið raf­orku­notkun sína og keyrðu flestir „á fullum afköst­u­m“. Raf­orku­kerfið væri því þá þegar orðið nær „full­nýtt“. Þegar við þetta bætt­ist svo lélegt vatnsár þá átti ekki að koma neinum á óvart að Lands­virkjun ætti ekki til umframorku á afslátt­ar­kjörum þegar útgerð­ar­menn vildu fara að bræða loðnu í byrjun des­em­ber. Enda eru loðnu­bræðslur líka mjög lélegur við­skipta­vinur raf­orku­fram­leið­anda eins og Lands­virkj­un­ar, þar sem þær kaupa raf­orku á miklum afslætti og ein­ungis til mjög skamms tíma í senn.

Það er því glóru­laus fjár­fest­ing að virkja vatns­fall sér­stak­lega fyrir loðnu­bræðslu og það gerir eng­inn án ríku­legs stuðn­ings úr almanna­sjóðum eða þá að lofts­lags­rökin rétt­læti það að Lands­virkjun verði bein­línis skylduð af stjórn­völdum til að selja útgerð­inni umbeðna raf­orku á veg­legum afslætti.

Næsta upp­hlaup í raf­orku­um­ræð­unni leiddi síðan for­stjóri Lands­nets, sem vandar nú ekki alltaf til verka. Til marks um það má nefna að þetta opin­bera fyr­ir­tæki hefur verið gert aft­ur­reka með hækk­anir á verð­skrám, orðið upp­víst að mik­il­vægum stað­reynda­villum í áætl­un­um, reynt að leyna gögnum fyrir almenn­ingi og „týnt“ 28 millj­arða króna kostn­að­ar­á­ætl­un.

Núna flutti for­stjór­inn þjóð­inni hræðslu­á­róður um að raf­orku­skortur á Íslandi gæti orðið við­var­andi og hvatti almenn­ing til að spara raf­magn! Ummælin tengd­ust fréttum af því að stefnt hefði í lokun lít­illar sund­laugar á Vest­fjörð­um, allt þar til að við­kom­andi bæj­ar­ráð ákvað að stóla ekki lengur á umframorku á afslátt­ar­kjörum og kaupa for­gangsorku fullu verði. Vand­inn var því ekki orku­skort­ur, heldur ákvæði í orku­kaupa­samn­ing­um. Sú spurn­ing stendur því nú upp á stjórn­mála­menn hvort skylda eigi Lands­virkjun til að skaffa orku til hita­veitu á köldum svæðum á kjörum sem stand­ast sam­an­burð við önnur land­svæði. Þeir hafa hins vegar verið á annarri veg­ferð á und­an­förnum árum með mark­aðsvæð­ingu raf­orku­kerf­is­ins sem fær­ist sífellt fjær hug­myndum um sam­fé­lags­lega þjón­ustu og ábyrgð.

Um miðjan febr­úar kynnti Lands­virkjun glæsi­legan árs­reikn­ing síð­asta árs og þar kemur m.a. fram að rekstr­ar­tekjur juk­ust um rúm 23% frá fyrra ári og hafa aldrei verið meiri í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Enda er Lands­virkjun nú í drauma­stöðu orku­sal­ans, þar sem heims­mark­aðs­verð á áli er í hæstu hæðum á sama tíma og stór­iðju­ver víða um heim neyð­ist til að draga úr fram­leiðslu vegna gríð­ar­legrar verð­hækk­unar raf­orku. Alþjóð­lega orku­kreppan bitnar ekki eins á íslenskri stór­iðju og hún getur því nýtt hátt álverð til að auka fram­leiðslu sína og kaupir þar af leið­andi alla þá orku sem Lands­virkjun hefur á boðstóln­um. Íslensku álfyr­ir­tækin eru í svo góðri stöðu um þessar mundir að þau stefna að stækk­un­um, eins og full­yrt er í nýrri skýrslu umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins um orku­mark­að­inn.

For­stjóri Lands­virkj­unar virð­ist svo áfram um að verða við óskum stór­iðj­unnar um aukna raf­orku að fyr­ir­tækið hefur opin­ber­lega lýst því yfir að það sæk­ist eftir að gjör­nýta Þjórsá niður í Urriða­foss, auk þess sem það sæk­ist nú eftir að færa Skjálf­anda­fljót og Jök­ul­árnar í Skaga­firði úr vernd­ar­flokki Ramma­á­ætl­un­ar. For­stjór­inn klæðir kröf­una vissu­lega í grænan bún­ing óraun­hæfra orku­skipta, m.a. milli­landa­flugs og útflutn­ing raf­elds­neyt­is, en það er öllum aug­ljóst að áróð­ur­strommur Lands­virkj­unar eru nú barðar svo hátt og ört vegna stöð­unnar á hrá­vöru­mörk­uðum og orku­kreppu sem nú skekur erlenda stór­iðju.

Það eru vissu­lega margar mik­il­vægar spurn­ingar tengdar orku­málum sem stjórn­mála­menn standa frammi fyrir um þessar mund­ir, en hvort hér stefni í orku­skort er ekki ein þeirra. Það er ótti sem Lands­virkjun og virkj­ana­iðn­að­ur­inn breiðir nú út í áróð­urs­skyni en á ekk­ert erindi í umræðu sem þarf að vera bæði upp­lýst og yfir­veguð og fjalla um sam­fé­lags­legar skyldur Lands­virkj­unar og kosti og galla sam­keppn­i­svæð­ingar raf­orku­mark­að­ar­ins. Nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ingin leggur sitt af mörkum í þeirri umræðu, þ.á.m. með Nátt­úru­vernd­ar­þingi 19. mars næst­kom­andi. Áhuga­samir eru hvattir til að mæta þangað og leggja sitt lóð á vog­ar­skál­ina.