12. mar. 2020
Hlaðvarp: Þjóðaratkvæðagreiðsla um auðlindaákvæði
Nú eru fimm ár liðin síðan hópur fólks safnaði undirskriftum undir yfirskriftinni „Þjóðareign“ með það að markmiði að stöðva frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi sjávarútvegsráðherra, um að afhenda útgerðum makrílkvóta til lengri tíma en eins árs. Tæplega 54 þúsund Íslendingar ljáðu hópnum nafn sitt og varð þetta því fimmta fjölmennasta undirskriftasöfnun sem hefur farið fram hér á landi. Og frumvarpið varð aldrei að lögum. Nú hefur þessi sami hópur sent forseta Alþingis og öllum formönnum þingflokka áskorun þess efnis að þjóðin fái að kjósa milli tveggja tillagna að auðlindaákvæði í stjórnarskrá, annars vegar tillögu Stjórnlagaráðs og hins vegar tillögu sem ríkisstjórnin lagði fram til umsagnar um mitt ár í fyrra. Ég ræddi við Bolla Héðinsson, en hann er einn af þeim sem að áskoruninni standa.