Gljúfurleitarfoss og Dynkur |
Landsvirkjun vill reisa Norðlingaölduveitu í miðju þessu víðerni og svipta svæðið þannig þeirri öræfastemningu sem þar ríkir.
Á leið minni skoðaði ég nokkra fossa. Tveir þeirra voru sýnu fallegastir, Dynkur og Gljúfurleitarfoss. Dynkur er í raun margir fossar í einum fossi með miklum flúðum, fallegum dröngum og klettum. Fossinn er líklega meiri náttúrusmíð en aðrir fossar sem ég hef augum litið. Litlu neðar í Þjórsá, undir háum gljúfurvegg, fellur svo voldugur Gljúfurleitarfoss sem brotnar á svörtum syllum með miklum látum og sjónarspili.
Landsvirkjun hefur nú þegar raskað þessum fossum með Kvíslarveitu og nú vilja forsvarsmenn fyrirtækisins spilla þeim endanlega með því að reisa Norðlingaölduveitu.
Það kom mér því nokkuð á óvart þegar iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að Norðlingaölduveita væri ákaflega umhverfisvænn virkjanakostur.