8. maí 2006

Framsóknarmenn á Hummer


Breskir kjósendir eru orðnir svo meðvitaðir um umhverfismál að Ming Campell, nýr leiðtogi breska Frjálslyndaflokksins, neyddist til að selja Jagúarinn sinn, sem þótti of mikill bensínhákur og kaupa í staðinn sparneytinn Toyota Prius. Í Frakklandi og Bandaríkjunum brennir fólk borgarjeppa að næturlagi. En fólk virðist vera aðeins umburðarlyndara í Reykjavík þar sem frambjóðendur Framsóknarflokksins þeytast um á Hummer í kosningabaráttunni, eyðslufrekasta borgarjeppanum.