30. júl. 2005

Kalli prins er grænmeti mánaðarins


Grænmeti júlímánaðar er Karl Bretaprins. A myndinni sést þar sem fréttaritari Grænmetis í Sri Lanka afhendir Karli viðurkenningu fyrir störf í þágu umhverfisverndar.
Nú hefur breska konungsfjölskyldan fengið leyfi til að reisa vatnsaflsvirkjun í ánni Thames. Raforkan sem skapast verður notuð í Windsor kastala. En þrátt fyrir að verða stærsta vatnaflsvirkjun í Suður-Englandi þá afkastar hún ekki nema þriðjungi þeirrar orku sem notuð er í kastalanum. En framtakið er til fyrirmyndar. Þess má líka geta að græningjarnir í konungsfjölskyldunni nota sparneytnar ljósaperur í kastalana og endurnýta 99% lífræns úrgangs sem til fellur.
Karl er sem kunnugt er mikill blómamaður og hann hefur viðurkennt að tala við blómin sín. Það er til fyrirmyndar að mati ritstjórnar Grænmetis að ná slíku sambandi við náttúruna. En þegar þetta fréttist á sínum tíma þá náðu margir ekki upp í nef sér af hneykslan og hann sagður genginn af göflunum? En hversu margir tala við tölvuna sína og sjá ekkert að því og hversu margir gáfu börnum sínum tölvugæludýr þegar þau voru í tísku? Ég viðurkenni fúslega að eiga í vinasambandi við tvær af þremur pottaplöntum í minni eigu en við kaktusinn höfum ekki enn átt samskipti á vinsamlegum nótum.
Þá var Karl með þeim fyrstu sem vöktu athygli á gróðurhúsaáhrifum. Strax á 8. áratugnum var hann búinn að átta sig á þessum aðsteðjandi vanda og hefur síðan þá skrifað ótal greina um umhverfismál á Vesturlöndum og í þróunarríkjunum. Á ráðstefnu árið 1993 um öryggismál í heiminum sagði Karl að heiminum stafaði meiri hætta af hlýnun loftslags en Saddam Hussein í Írak. Það væri hins vegar mun auðveldara að mála skrattann á vegginn í tilfelli Husseins og fá almenning til að styðja aðgerðir gegn honum en í tilfelli gróðurhúsaáhrifa. Þau væru vandamál án óvinar og þess vegna væri aðgerða af hálfu vestrænna þjóða ekki að vænta. Þá lagði hann einnig áherslu á hversu mikilvægt það væri að tryggja fólki í fátækari ríkjum heims aðgang að hreinu vatni.
Karl var síðan uppnefndur sérvitringur þegar hann fór einna fyrstur að mótmæla erfðabreytingu matvæla. Þessi málstaður hefur síðan þá orðið gríðarlega vinsæll í Bretlandi og markaður fyrir lífrænt ræktaðar matvörur fer ört vaxandi.
En það má ekki gleyma því sem máli skiptir: Karl var víst ekkert sérstaklega góður við hana Díönu sína. Til að halda íslenskum sérfræðingum sem fjalla um bresku konungsfjölskylduna góðum þá skulum við dæma manninn eftir því.

Útvarp Allt er vænt sem vel er grænt

Vek athygli á umhverfisútvarpinu sem ég vísa á hér á síðunni. Þarna er hægt að nálgast áhugaverða þætti um hitt og þetta er varðar umhverfismál.

29. júl. 2005

Vindgangur er vandamál í Kaliforníu


Íbúar Kaliforníu hafa af illri nauðsyn tekið forystu í umhverfismálum í Bandaríkjunum og nú er röðin komin að kúabændum í fylkinu. Það gæti kostað þá skildinginn ef það kemur í ljós að kýrnar þeirra, um þrjár milljónir, leysi vind umfram það sem gert er ráð fyrir í reglugerðum. Flest kúabúin eru staðsett í Miðdal (Central Valley) en þar mun loftmengun vera einna mest í fylkinu. Hversu mikla ábyrgð kýrnar bera á henni með útblæstri metangass er ekki vitað og þess vegna standa nú yfir rannsóknir á vindganginum. Enda löngu kominn tími á slíka rannsókn þar sem nú er stuðst við rannsókn á vindgangi frá 1938. Rannsóknin verður líklega framkvæmd þannig að kúm verði komið fyrir í loftþéttu rými þar sem tölvur greina lofttegundirnar sem berast frá þeim.
Búist er við því að niðurstöðurnar verði til þess að kúabændur þurfi að efla mengunarvarnir á búum sínum.

23. júl. 2005

Fáir með strætó

Blaðamaður grist.org ferðaðist til Íslands og ók um á vetnisknúnum strætisvagni. Hann var bara nokkuð ánægður með vagninn sjálfan en hann var óánægður með hversu fáir ferðuðust með vagninum. Hann taldi átta farþega með leið 111 frá Mjódd niður á Lækjargötu.

A visit to Iceland spurs dreams of a hydrogen future:
http://www.grist.org/comments/soapbox/2005/07/19/mckibben-hydrogenbus/index.html?source=daily

22. júl. 2005

Hlekkjaðir við lítinn bleikan ömmubíl


Nú er það svart. Mér tókst að reita mótmælendurna við Kárahnjúka til reiði með frétt á sjónvarpsfréttastöð ríkisins þann 14. júlí. Þar sagði ég frá því að ríkislögreglustjóri hefði hert eftirlit með landamærunum af ótta við að mótmælendur frá G8 fundinum í Skotlandi myndu streyma til landsins með Norrænu. Svo sýndi ég myndir af þeim ráðast að lögreglunni með mjög myndrænu rósa- og ruslatunnukasti. Þeim fylgdu svo viðtöl við tvo mjög furðulega mótmælendur sem voru kannski ekki bestu talsmenn málstaðarins.
Liðinu á Kárahnjúkum fannst eins og ég hefði birt fréttina til að gera ímynd tjaldbúðanna neikvæða. Þau væru þarna á friðsamlegum forsendum og ættu ekkert sameiginlegt með ólátabelgjunum í Edinborg. En fimm dögum seinna var þessi hópur búinn að hlekkja sig við vinnutæki við virkjunina til að stöðva framkvæmdir. Það er allt gott um það að segja en hvað var þetta lið að kvarta yfir mér? En ég hef vart þorað út í umferðina með bleika Daihatsu Charadinn minn af ótta við hefndaraðgerðir. En ég trúi því varla að nokkur maður sé nógu kaldhjartaður til að hlekkja sig fastan við lítinn bleikan ömmubíl.

19. júl. 2005

Kínverjar í klípu

Íbúar 400 borga í Kína munu lifa við heilsuspillandi loftmengun árið 2010 ef bílafloti Kínverja heldur áfram að stækka sem hingað til.
Fulltrúar kínverska umhverfisráðuneytisins segja Kínverja líta á bíla sem stöðutákn. Þess vegna velji þeir bílana eftir stærð og útliti í stað þess að einblína á sparneytni. Þetta hljómar svolítið kunnuglega. Engu að síður er stór munur á milli Íslands og Kína. Kínverskt stjórnvöld veita þeim skattaafslátt sem kaupa sparneytna bíla en hér á landi eru þeir verðlaunaðir sem kaupa pallbíla frá Bandaríkjunum.

18. júl. 2005

Hækkun sjávar mæld upp á millimeter

Bandarískir vísindamenn hjá NASA hafa notað gervihnetti til að komast að því nákvæmlega hversu mikið heimshöfin hafa hækkað undanfarin ár. Ég hefði nú bara stungið spýtu í einhverja fjöruna og krotað svo bara á hana frá ári til árs. Það hefði verið miklu hagkvæmara. Ruglið í þessum vísindamönnum. T.d. vinnur kærasta mín við að lækna helsjúkar merar í stað þess að skjóta þær eins og allt skynsamlegt fólk myndi gera.
Meðaltalshækkun sjávar nemur sem sagt þremur millimetrum á ári frá 1993 til 2005. Það er helmingi meiri hækkun en meðaltal liðinna fimmtíu ára. Einn doktorinn hjá NASA segir að bráðnun Grænlandsjökuls, vestanverðs Suðurskautslands og jökla á fjöllum uppi eigi stærstan þátt í þessari aukningu.

15. júl. 2005

UNESCO kannar áhrif loftslagshlýnunar

Edmund Hillary og félögum tókst ætlunarverk sitt upp að vissu marki. UNESCO hefur ákveðið að rannsaka áhrif hlýnunar loftslags á staði sem eru á heimsminjaskránni, þar á meðal Mount Everest. Hins vegar var ekki tekin ákvörðun um fjallið yrði sett á válista Sameinuðu þjóðanna.

13. júl. 2005

Edmund Hillary í raðir græningja


Græningjum hefur bæst liðsauki. Edmund Hillary, sá er fyrstur kleif Mount Everest ásamt Tenzing Norgay árið 1953, hefur hvatt til þess að fjallið verði sett á válista Sameinuðu þjóðanna vegna hlýnunar loftslags. Ef af verður þá þurfa samtökin að meta hættuna og finna leiðir til að snúa þróuninni við í samstarfi við nepölsk yfirvöld. Þar yrði ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.
Jöklar í Himalajafjöllum bráðna nú hratt og fjallgarðurinn verður ekki svipur hjá sjón ef svo fer fram sem horfir. Auk þess hefur skapast hætta á mannskæðum flóðum í héruðum þar í kring.

7. júl. 2005

Medal anarkista i Edinborg

Tau ykkar sem fylgjast med frettunum vita ad eg er nuna staddur i Edinborg. Kom hingad a fostudag til ad verda vitni ad latunum i kringum G8 fundinn i Gleneagles.
A laugardag for fram gridarlega fjolmenn krofuganga. Talid ad rumlega 220.000 manns hafi gengid um midborgina og myndad hvitan hring sem er merki "make poverty history" hreyfingarinnar. Myndir a http://www.pressureworks.org/play/photo/g8.html
Hreyfingin vill ad skuldir fataekra rikja Afriku vid Vesturlond verdi felldar nidur, fjarstudningur verdi aukinn an skilyrda um einkavaedingu i almannatjonustu vidkomandi rikja eda nidurskurd i almannatjonustu. Ta er farid fram a ad Vesturlond felli nidur verndartolla sem koma i veg fyrir ad riki Afriku geti keppt vid landbunadarframleidslu Vesturlanda.
Morgum i Edinborg sarnadi vegna tess ad Bob Geldof og felagar stalu senunni med Live 8 tonleikunum. Eg sat fyrirlestra a sunnedeginum tar sem fyrrverandi fru Mick Jagger sagdi ad Geldof saengadi med ovininum og visadi til tess ad hann og Tony Blair virdast agaetis felagar. Blessud ofundin.
A manudagsmorgun hitti eg Falun Gong medlimi fyrir utan Kinverska sendiradid. Teir mundu eftir Islandi. "The racist government" sagdi ein fullordin kona vid mig en hun hafdi lika heyrt af motmaelunum sem efnt var til i Reykjavik eftir ad Falung Gong lidar voru handteknir og vistadir i Njardvikurskola. Hun var greinilega jafn anaegd med islenskan almenning og hun var oanaegd med islensk stjornvold.
Um hadegi a manudag for eg i midborg Edinborgar tar sem stridsastand var vid tad ad myndast. Eg reif upp videovelarnar sem eg var med mer og hof ad mynda. Lenti inni i midjum hopi grimuklaeddra anarkista sem aetludu greinilega ad efna til oeirda. Hopurinn gekk um goturnar i leit ad famennum sveitum logreglumanna en i staerstu og best vopnudu sveitirnar logdu teir ekki. Loks kom ad tvi ad hopurinn fann um 10 til 20 manna hop logreglumanna a adal verslunargotu borgarinnar. Eg trod mer fremst i hopinn og myndadi tetta allt saman. Logreglumennirnir urdu ad sjalfsogdu hraeddir og hofu kylfurnar a loft. Endadi med tvi ad teir redust ad anarkistunum og slogu tad sem a vegi teirra vard med kylfunum. Eg helt eg fengi bank i bakid tar sem eg hljop undan logreglunni.
Tvi naest hitti eg a Onnu Vigdisi Gisladottur og hun hjalpadi mer vid ad mynda. Hun er i kvikmyndanami herna i Edinborg. Vid nadum ad senda myndir heim fyrir tiufrettir. En dagurinn endadi med tvi ad oeirdarlogregla tvingadi okkur inn i gard i midborginni tar sem vid turftum ad dusa i klukkutima eda tvo. Fullt af folki tarna sem vissi ekki hvad sneri upp og hvad nidur. Engar astaedur gefnar fyrir tvi ad vid vaerum oll lokud tarna inni, jafnt saklausir kakiklaeddir turistar sem gallhardir grimuklaeddir anarkistar. Okkur var sidan sleppt ut med tvi skilyrdi ad vid gaefum upp nafn, heimilisfang, sima, faedingardag, faedingarstad og starf! Nu skildi eg af hverju anarkistarnir hofdu aeptu "Stasi" og "Gestapo" ad logreglunni.
I gaer, midvidudag, for eg skipulagda ferd ad Gleneagles tar sem leidtogar G8 rikjanna voru komnir saman. Logreglan aetladi ad banna okkur ad yfirgefa Edinborg i rutum vegna tess ad anarkistar hofdu efnt til illinda allt i kringum Gleneagles. En ta lagdi hopurinn bara undir sig goturnar og hropadi "let the busses go" og viti menn, logreglan gaf eftir.
Eg sa strax ad skoski sosialistaflokkurinn var fyrirferdarmestur i gongunni og hun hafdi allt annad yfirbragd en gangan a laugardeginum i Edinborg. Tad var hasslykt af odrum hverjum manni og hinir drukku bjor. Tetta var skritinn hopur en eg let mig hafa tad og fylgdi honum yfir eitthvad tun og drosladist tetta med tokuvelina a bakinu. Fjolmennur hopur for ut af skipulagdri leid og kastadi grjoti i logreglumenn og vardturn (http://www.timesonline.co.uk/article/0,,22649-1682912,00.html)naerri hotelinu tar sem Bush, Blair og felagar dvelja. Ta var skrattinn laus. Trjar hertyrlur lentu a svaedinu og ut hlupu hopar vopnadra logreglumanna, logreglumenn a hestum maettu a svaedid og tyrlur flugu lagflug fram og aftur yfir fjoldann. Tetta var sama vitleysan og a manudeginum i Edinborg. Eg var aftur kominn a flotta og vonadi bara ad logreglan bankadi ekki i bakid a mer, ad minnsta kosti ekki i linsuna a velinni sem eg var med a bakinu. En eg akvad ad tetta yrdi i sidasta skipti sem eg hengi med anarkistum. Eg er viss um ad tetta er sami lydurinn og stendur fyrir oeirdum a knattspyrnuleikjum. Politik er algjort aukaatridi hja tessu lidi.
I dag hef eg verid ad slappa af i midborg Edinborgar. Keypti mer tvaer baekur adan. Onnur teirra heitir "Rubbish!" og er eftir Richard Girling. Hun fjallar vist um fortid og framtid ruslsins, t.e. urgangsins sem samfelog hafa turft ad losa sig vid i gegnum tidina. Gaeti ordid skemmtileg lesning.
Ad lokum. Bladid The Independent hefur verid ad standa sig i umfjollun um grodurhusaahrifin. Tau verda til umfjollunar a G8 fundinum og Blair er undir mikilli pressu heima fyrir en Bush virdist ekki aetla ad lata undan krofum um ad Vesturlond dragi storlega ur losun grodurhusalofttegunda. Hann vidurkenndi to i vidtali vid breska sjonvarpsstod i vikunni ad loftslagshlynun vaeri ad einhverju leyti mannkyninu ad kenna. En samt sem adur vill hann ekki gripa til adgerda tar sem taer myndu ekki tjona hagsmunum Bandarikjanna. Annars er tad ad fretta af Bush ad hann hjoladi nidur breskan logreglamann i Gleneagles i gaer. Gott ef tad var ekki eini logreglumadurinn sem flytja turfti a spitala tann daginn.

The Independant>
http://news.independent.co.uk/world/environment/article296921.ece