
Fulltrúar kínverska umhverfisráðuneytisins segja Kínverja líta á bíla sem stöðutákn. Þess vegna velji þeir bílana eftir stærð og útliti í stað þess að einblína á sparneytni. Þetta hljómar svolítið kunnuglega. Engu að síður er stór munur á milli Íslands og Kína. Kínverskt stjórnvöld veita þeim skattaafslátt sem kaupa sparneytna bíla en hér á landi eru þeir verðlaunaðir sem kaupa pallbíla frá Bandaríkjunum.