1. jún. 2010

Besta flokknum er dauðans alvara

Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir: ,,Fáum strætisvagnakerfi sem virkar. Rafbílavæðum Reykjavík og verðum leiðandi í heiminum á því sviði. Það er mjög sniðugt. Minnka bílaumferð. Gjaldfrjálst í strætó fyrir börn, námsmenn, fatlaða og eldri borgara til að byrja með en stefna að algjörlega gjaldfrjálsu kerfi. Rafvæða almenningssamgöngur." Það er áhugavert að lesa þessi markmið Besta flokksins í ljósi þess að bandaríski herinn spáði því nýlega að innan tveggja ára eigi olíuframleiðsla ekki eftir að anna eftirspurn. Við erum þegar kominn svo nærri þessum "peak-oil" punkti að olíufyrirtækin leita alltaf lengra og lengra eftir olíu, t.d. með djúpborunum á Mexíkóflóa og kannski austur af Íslandi. Mögulegar afleiðingar þeirra hafa orðið öllum ljósar á síðustu vikum.
Ef herinn reynist sannspár um "peak-oil" þá sjá sérfræðingar hersins fram á alvarlegan skort á olíu árið 2015! Það þýðir að heimurinn stefnir í meiriháttar orkukreppu með tilheyrandi hækkun á verði á olíu. Ef þessar spár reynast réttar þá gæti heimurinn orðið allt annar við lok þessa kjörtímabils en við upphaf þess. Markmið Besta flokksins eru því alls ekkert grín, heldur dauðans alvara.

Frétt Guardian um spá bandaríska hersins.