18. maí 2006

Will Farrell og Daryl Hannah um umhverfismál

Þegar Will Farrell talar þá leggur heimurinn við hlustir. Hérna er vídeó þar sem hann leikur George Bush jr. á spjalli um loftslagshlýnun. Will er líklega fyndnasti leikarinn í bransanum í dag. Það tók mig dálítið langan tíma að átta mig á honum en ég held að The Producers hafi gert útslagið. Ég átti bágt með mig í bíó þegar hann birtist í hlutverki skápanasista sem hafði tamið dúfum að heilsa að nasista sið. Ég lifi samkvæmt boðorðinu karlar gráta ekki en í þetta skiptið vældi ég af hlátri. Þvílík sæla. Fyrir þá sem hafa ekki gaman af hr. Farrell þá vísa ég þeim á vídeó blogg hinnar ægifögru Daryl Hannah þar sem hún fjallar um umhverfismál.