Ég ræddi við Sævar Finnbogason, doktorsnema í heimspeki sem leggur stund á lýðræðisrannsóknir, stjórnarmann í Öldu lýðræðisfélagi og einn af þeim sem komu að skipulagningu og úrvinnslu fundarins, en hann varar við afleiðingum þess að stjórnvöld hunsi endurtekið niðurstöður lýðræðislegs samráðs við almenning, það muni grafa undan trausti á slíkum aðferðum og leiða til þess að fólk sjái ekki ástæðu til að verja tíma sínum í slíkt samráð. En við Sævar byrjðum okkar spjall á því að ræða um slembivalin borgaraþing og möguleikann á því að efna til slíkra þinga til að ná niðurstöðum í málum sem stjórnmálaflokkarnir virðast ekki ráða við, eins og t.d. fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlindaákvæði í stjórnarskrá.