Viðtal sem ég átti við Andrés Inga Jónsson, þingmann utan flokka, en hann hefur setið á þingi fyrir Vinstri Græna frá 2016 en sagði sig úr þingflokknum fyrir hálfu ári síðan. Við ræddum um það hvernig sé að vera þingmaður án flokks, um stjórnarmyndunina 2017, dramatíska flokkráðs- og þingfundi, stjórnarskrána, lýðræðismálin, umhverfismálin og framtíð Andrésar í stjórnmálum. Síðan svaraði hann einnig nokkrum spurningum af twitter og facebook, m.a. um smekk á tónlist, bjór og sósum.
Þú getur hlustað á viðtalið í spilaranum hér að neðan en þú getur einnig gerst áskrifandi að hlaðvarpinu á hlaðvarpsveitum, t.d. Google Podcast, Apple Podcast og Spotify.