- Andstöðu við hækkanir á neyslusköttum og kröfuna um að virðisaukaskattur á matvæli verði aftur lækkaður í 7%, að lágmarki.
- Vandaða umfjöllun um kosti og galla netviðskipta og þau tækifæri sem þau veita neytendum til aukinnar samkeppni.
- Andstöðu við ofvexti bankakerfisins og óhóflegum þjónustugjöldum og vaxtagreiðslum lántakenda, m.a. í skjóli verðtryggingar.
- Stöðva starfsemi smálánafyrirtækja.
- Aðhald með opinberum fyrirtækjum og stofnunum, t.d. í tengslum við verðlag á almenningssamgöngum, lyfjum, heilbrigðisþjónustu og raforku.
- Aukið samstarf við stéttarfélög, m.a. í tengslum við verðlagseftirlit og varðstöðu um virka samkeppni.
- Aukið samstarf við háskóla, m.a. við rannsóknir á réttindamálum neytenda og efnahagsmálum.
- Virkt samstarf við samtök framleiðenda og kaupmanna um aukna og bætta upplýsingagjöf til neytenda um mat og fleiri neysluvörur, t.d. er varðar upprunamerkingar, innihaldsefni, kolefnisfótspor, dýravelferð, matarsóun, siðræna viðskiptahætti og lyfjanotkun í matvælaframleiðslu.
- Viðhalda og efla neytendaaðstoð, þar á meðal leigjendaaðstoðina og almenna lögfræðiráðgjöf.
- Efla vef samtakanna og gera þau fyrirferðarmeiri á samfélagsmiðlum.
- Fjölgun félagsmanna, m.a. með því að lækka almennt félagsgjald Neytendasamtakanna en koma um leið á styrktarkerfi sem hvetur félagsmenn og aðra til að styrkja samtökin fjárhagslega.
Ég hvet alla áhugasama til að skrá sig í Neytendasamtökin á vef samtakanna eða með tölvupósti á ns@ns.is. Eins hvet ég alla skráða félagsmenn samtakanna til að taka þátt í þingi samtakanna í haust og áðurnefndu formannskjöri og skrá sig til þátttöku.