Bar-rabb er nýr spjallþáttur sem ég ætla halda úti hér á bloggsíðunni. Í fyrsta þætti hitti ég Svavar Knút á Petersen svítunni og saman drukkum við bjórinn Úlf. Við ræddum um harkið í tónlistinni, Þjóðverja, pólitíkina, mikilvægi þess að skipta um banka, forsetakosningar, formannskosningu í Samfylkingunni og margt fleira. Skál!