Fái orkufyrirtækin að ráða för munu að minnsta kosti 15 nýjar virkjanir rísa á hálendinu á næstu árum og háspennulína verður lögð yfir Sprengisand. Það er því ekki að ástæðulausu sem hópur heimskunnra listamanna segir: Stopp! Gætum garðsins. Baráttan fyrir vernd hálendisins er orðin alþjóðleg. Þú getur tekið þátt í þessari baráttu með því að
kaupa miða á stórtónleika í Hörpu 18. mars eða á heimsfrumsýningu Noah sama dag. Þú gætir líka
skráð þig í Landvernd eða skrifað undir á
hjartalandsins.is. En hvað sem þú gerir - ekki gera ekki neitt. Hálendið er í húfi.