24. nóv. 2010
Stjórnsýsla á amfetamínsterum
Ég hitti mann nýverið sem vinnur í umhverfisverndargeiranum og hann sagði mér frá því þegar hann fór við annan mann á fund starfsmanns sveitarfélags til að mótmæla stórframkvæmd sem ráðast átti í innan marka sveitarfélagsins (hvorki álver né virkjun). Starfsmaðurinn benti honum þá á að fulltrúar sveitarfélagsins hefðu skoðað heimasíðu þess umhverfisverndarfélags sem hann væri í forsvari fyrir og þar væri meðal annars að finna styrktarlínur frá nokkrum fyrirtækjum. Gerði starfsmaður sveitarfélagsins þá viðmælanda mínum og félaga hans það ljóst að ef þeir hættu ekki andstöðu sinni við framkvæmdina þá yrði haft samband við fyrirtækin og þau hvött til að láta af fjárhagslegum stuðningi sínum við umhverfisverndarfélagið. Það er líklega styttra milli Íslands og Sikileyjar en ég hélt.