27. nóv. 2010
Góð kjörsókn
Nú berjast fylkingarnar á netinu. Vinstri menn segja að hægri mönnum hafi tekist að eyðileggja kosninguna til stjórnlagaþings og hægri menn segja þjóðina hafa hafnað þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. En bíðum nú hæg. Ég hefði haldið að 35-40% kjörsókn væri bara skrambi góð í kosningum til þings sem á einungis að vera ráðgefandi, þar sem framkvæmdin er flókin og kynning frambjóðenda lítil sem engin. Þeim sem sannarlega er umhugað um stjórnarskrána lögðu það á sig að mæta á kjörstað og hafa þannig áhrif á þróun hennar. Ég held að það sé óraunhæft að þessi hópur áhugasamra telji fleiri en 40% kjósenda. Þess vegna er ég algjörlega ósammála þeim sem segja kosningu til stjórnlagaþings hafa mislukkast. Ég hlakka til að sjá niðurstöðu kosninganna í vikunni og bind miklar vonir við stjórnlagaþingið.