Það eru að verða vatnaskil i viðhorfi Íslendinga til blessaðra vatnsaflvirkjananna. Þingflokkur Samfylkingarinnar tók sig til og setti sig upp á móti Norðlingaölduveitu og fulltrúar allra flokka samþykktu tillögu í borgarstjórn um að leggjast gegn byggingu virkjunarinnar. Það hafa allir fengið sig sadda af átökum eftir illindin í kringum Kárahnjúkavirkjun. Kannski að það sé að verða vakning í umhverfismálum og stjórnmálamenn fari að taka tillit til þeirra. Nýleg ummæli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks og formanns umhverfisnefndar alþingis benda til þess. Hann sagði víst í viðtali nýlega að tilfinningarök gagnvart landinu væru einnig rök sem taka þyrfti tillit til. Á meðan situr Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Guðlaugs og spólar í sömu hjólförunum og Stalín og fleiri sem vildu ríkisstyrktan áætlunarbúskap og mátu nátturuna einungis út frá því hvað er hægt að græða á henni efnislega. Hann sagði i viðtali um Norðlingaölduveitu: ,,Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að fá hingað til landsins fyrirtæki til þess að virkja og til þess að framleiða til þess að hér verði framfarir í landinu og kaupmáttur aukist. Auðvitað eigum við að nýta þá kosti og það sem náttúran hefur upp á að bjóða". Kannski er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna í hógværan hóp þingmanna sem vill taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða og svo hinna sem vilja halda áfram að byggja upp þungaiðnað sama hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir náttúruna.
Vinir Sigurðar á andriki.is fjölluðu um loftslagsbreytingar í pistli um daginn. Vitnuðu þar í Ástralana Bob Carter og William Kininmonth sem efast stórlega um að mannkynið hafi áhrif á loftslagið og telja Kyoto sáttmálann ekki pappírsins virði. Ég fletti þessum mönnum upp á netinu og hérna eru dæmi um niðurstöðurnar:
,,Bob Carter is a member of, and has published papers for the Tech Central Science Foundation, with an anual budget of $150,00US, $95,000US consisting of grants from ExxonMobil."
,,In the US, key sceptics have admitted to being on the fossil-fuel payroll, but Australians such as Ian Castles, Bob Carter and William Kininmonth say they are not paid for their views. However, earlier this year, before Russia had agreed to sign the Kyoto Protocol, Kininmonth accepted the International Policy Network's offer to fly him to a special climate science meeting in Moscow. The IPN is a right-wing think tank that has received funding from ExxonMobil and which networks with the IPA."