16. des. 2005

Helmingur mannkyns er fátækari en Evrópusambandskýr


Óréttlæti heimsins er inntak listaverksins á myndinni sem heitir "Mad Cow Disease". Það er Daninn Jens Galschiot sem reisti verkið í Hong Kong vegna fundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þar í borg. Öðru megin á vog hangir uppstoppuð kýr og eins og sjá má hefur hún sama vægi í heimsmálunum og fimm hungruð börn í Afríku vegna þess að landbúnaðarstyrkir á Vesturlöndum eru víst fimm sinnum hærri en aðstoð þeirra við þróunarlöndin. Fyrirtaks áróðurslist.
Einhversstaðar las ég að helmingur mannkyns (3 milljarðar) skrimti á einum dali á dag en bændur í Evrópusambandinu fá rúma tvo dali á dag í styrki fyrir hverja kú sem þeir eiga.