Fréttastofa Útvarps hefur átt góðan dag loftslagslega séð. Fyrir ykkur sem þykir þetta óvandað málfar þá bendi ég á pressumola Símons blaðamanns á DV. Það er sá sem Bubbi Morthens kallaði ,,lítið skrímsli í mannsmynd". Í pressumolanum var Símon að setja út á blessaða íþróttafréttamennina sem lýstu úrslitarimmunni í NBA og segðu menn standa sig vel eða illa varnarlega og sóknarlega. Hann setti sem sagt út á þetta ,,málfræðilega". Nokkuð góður blessaður.
Og hvað er Bubbi að þvæla um að það sé verið að hafa af honum æruna á opinberum vettvangi með fréttum í fylgiblaði DV um hann sé fallinn á bindindinu? Ég man ekki betur en að hann hafi sagt Hannes H. Gissurason vera barnaperra. Og það var ekki í tveggja manna tali. Nei, það var á aðventutónleikum kappans í Borgarleikhúsinu sem var útvarpað beint á Rás2!!! Bubbi hefur greinilega flutt beint í glerhúsið klyfjaður steinum þegar hann fór að heiman.
En hér eru sem sagt slóðirnar að loftslagsfréttum Rúv:
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=107280&e342DataStoreID=2213589
og:
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=107246&e342DataStoreID=2213589
29. jún. 2005
28. jún. 2005
Á síðum Viðskiptablaðsins
Það var skrifað um mig í fjölmiðlapistli Ólafs Teits fjölmiðlaspekúlants í síðasta Viðskiptablaði. Vafasamur heiður í meira lagi.
Hann byrjaði nú reyndar gagnrýni sína á fréttaflutning RÚV á því að fjalla um fréttir Útvarpsins um jafnréttismál og kvartar undan misvísandi uppslætti fréttamanns sem þar starfar. Ólafur sér samt, aldrei þessu vant, ekki ástæðu til að birta nafn þess ágæta fréttamanns sem er ágætis kunningi minn. Í spjalli við mig sagði hann ástæðuna borðleggjandi: hann og Ólafur Teitur eru gamlir félagar úr Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
En um mig skrifaði Ólafur Teitur: ,,Daginn eftir ... sagði fréttastofa Sjónvarpsins frá ályktun Ungra jafnaðarmanna um stöðuveitingar til stjórnmálamanna. Rætt var við formanninn, Andrés Jónsson. Sá sem ræddi við hann, og gerði fréttina, var Guðmundur Hörður Guðmundsson.
Fyrri aðeins tveimur árum var Guðmundur Hörður formaður kjördæmisráðs Ungra jafnaðarmanna í Suðvesturkjördæmi. Hann sat þess vegna í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ásamt ... Andrési Jónssyni.
Þeir sem hverfa úr pólitísku starfi yfir í blaðamennsku eru auðvitað ekki vanhæfir til þess að fjalla um pólitík um aldur og ævi. En menn hljóta að setja sjálfum sér einhver skynsamleg takmörk þegar kemur að því að fjalla um einmitt þann vettvang þar sem þeir störfuðu sjálfir; menn gætu til dæmis hinkrað þangað til einhverjir aðrir en fyrrverandi samstarfsmenn verða þar í forsvari".
Svo mælti Ólafur Teitur. Ég ætla nú ekki að reyna að mótmæla þessu, enda Ólafur Teitur líklega með skemmtilegri forsjárhyggjumönnum í blaðamennsku um þessar mundir. Ég þakka bara fyrir að hafa aldrei setið í stjórn Sögufélags Hafnarfjarðar. Það yrði minn banabiti að geta ekki fjallað um störf þess merka félags í fréttum sjónvarpsstöðvar ríkisins. Til dæmis komandi formannsslag bræðranna Sverris Þórs og "Þorláks" Helga. Kannski að ég sendi Ólafi Teiti samt tölvupóst og fái leyfi hjá honum áður en ég fjalla um Sögufélagið. Ég held að hann sjálfur hafi fengið leyfi þegar hann fór og studdi pólitíska bandamenn sína á landsfundi SUS um árið. Hann hefur líklega þurft að fá leyfi frá störfum á fréttastofu Útvarpsins, þar sem hann vann á þessum tíma, til að geta tekið þátt í fjörinu.
Ólafi Teiti verður hins vegar hálla á svellinu þegar hann gagnrýnir penna Fréttablaðsins fyrir neikvæðni í pistlaskrifum. Þar skýtur Ólafur Teitur aðeins yfir markið og gagnrýnin er ekki beint fagleg. Hvað kemur honum það við í hvernig skapi aðrir blaðamenn eru? Hvaða forsjárhyggja er það? Hvað var um frjálslyndi Ólafs? Ólafur, hvar ertu?
Hann byrjaði nú reyndar gagnrýni sína á fréttaflutning RÚV á því að fjalla um fréttir Útvarpsins um jafnréttismál og kvartar undan misvísandi uppslætti fréttamanns sem þar starfar. Ólafur sér samt, aldrei þessu vant, ekki ástæðu til að birta nafn þess ágæta fréttamanns sem er ágætis kunningi minn. Í spjalli við mig sagði hann ástæðuna borðleggjandi: hann og Ólafur Teitur eru gamlir félagar úr Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
En um mig skrifaði Ólafur Teitur: ,,Daginn eftir ... sagði fréttastofa Sjónvarpsins frá ályktun Ungra jafnaðarmanna um stöðuveitingar til stjórnmálamanna. Rætt var við formanninn, Andrés Jónsson. Sá sem ræddi við hann, og gerði fréttina, var Guðmundur Hörður Guðmundsson.
Fyrri aðeins tveimur árum var Guðmundur Hörður formaður kjördæmisráðs Ungra jafnaðarmanna í Suðvesturkjördæmi. Hann sat þess vegna í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ásamt ... Andrési Jónssyni.
Þeir sem hverfa úr pólitísku starfi yfir í blaðamennsku eru auðvitað ekki vanhæfir til þess að fjalla um pólitík um aldur og ævi. En menn hljóta að setja sjálfum sér einhver skynsamleg takmörk þegar kemur að því að fjalla um einmitt þann vettvang þar sem þeir störfuðu sjálfir; menn gætu til dæmis hinkrað þangað til einhverjir aðrir en fyrrverandi samstarfsmenn verða þar í forsvari".
Svo mælti Ólafur Teitur. Ég ætla nú ekki að reyna að mótmæla þessu, enda Ólafur Teitur líklega með skemmtilegri forsjárhyggjumönnum í blaðamennsku um þessar mundir. Ég þakka bara fyrir að hafa aldrei setið í stjórn Sögufélags Hafnarfjarðar. Það yrði minn banabiti að geta ekki fjallað um störf þess merka félags í fréttum sjónvarpsstöðvar ríkisins. Til dæmis komandi formannsslag bræðranna Sverris Þórs og "Þorláks" Helga. Kannski að ég sendi Ólafi Teiti samt tölvupóst og fái leyfi hjá honum áður en ég fjalla um Sögufélagið. Ég held að hann sjálfur hafi fengið leyfi þegar hann fór og studdi pólitíska bandamenn sína á landsfundi SUS um árið. Hann hefur líklega þurft að fá leyfi frá störfum á fréttastofu Útvarpsins, þar sem hann vann á þessum tíma, til að geta tekið þátt í fjörinu.
Ólafi Teiti verður hins vegar hálla á svellinu þegar hann gagnrýnir penna Fréttablaðsins fyrir neikvæðni í pistlaskrifum. Þar skýtur Ólafur Teitur aðeins yfir markið og gagnrýnin er ekki beint fagleg. Hvað kemur honum það við í hvernig skapi aðrir blaðamenn eru? Hvaða forsjárhyggja er það? Hvað var um frjálslyndi Ólafs? Ólafur, hvar ertu?
20. jún. 2005
Að hitta naglann á höfuðið
Skrifaði um flóð í Bretlandi í gær og hvað gerist? Allt á floti í dag. Djöfull hitti ég naglann á höfuðið. Ziggy Storm, eat my dust.
Frétt BBC:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/england/north_yorkshire/4111028.stm
Myndir:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/in_pictures/4110186.stm
Frétt BBC:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/england/north_yorkshire/4111028.stm
Myndir:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/in_pictures/4110186.stm
18. jún. 2005
Háflóð, ísöld og aumingja Blair
Er að lesa góða bók sem heitir High Tide (Háflóð). Höfundurinn, Mark Lynas, hefur ferðast víðs vegar um heiminn og kynnt sér áhrif hlýrra loftslags á líf fólks. Hann hóf ferðina í Bretlandi þar sem hann varð vitni að mestu flóðum í manna minnum. Þar ræddi hann við fólk sem fannst engin tilbreyting lengur í veðrinu. Snjór sést varla lengur og þegar rignir þá kemur ofsalegt skýfall í skamman tíma og allt flæðir í kaf. Það er ekki langt síðan það voru flóð um alla Austur-Evrópu. Munstur eða tilviljun?
Síðan lagði hann land undir fót og ég er kominn á þann stað í bókinni sem hann ferðast um Alaska. Þar er sífreri að bráðna og þess vegna hrynur jörðin undan húsum og trjám. Heilu vötnin eru horfin vegna þess að þau smjúga núna niður í jarðveginn. Og það er sama sagan þar, snjóalög minnka með hverju árinu og hafís er á undanhaldi. Þetta finnst höfundi bókarinnar vera kaldhæðni örlaganna þar sem stærstu olíulindir Vesturlanda eru í Alaska. Heimamenn njóta þannig ávaxtanna af olíuiðnaðinum en verða líka fyrir barðinu á náttúruhamförunum sem olíubrennslan leiðir af sér. En heimamenn vilja ólmir halda áfram að bora eftir olíu þrátt fyrir allt og þeir fara fremstir í flokki þeirra sem vilja bora á friðuðum landsvæðum. Þar sem annars staðar er skjótfengur gróðu tekinn fram yfir náttúruvernd. Mark þessir hittir naglann á höfuðið þegar segir: ,,Economic development must march forward, whatever the weather."
Í fréttum Rúv var verið að segja frá því að nýjustu rannsóknir bendi til þess að golfstraumurinn stöðvist innan 200 ára vegna hlýnunar andrúmsloftsins og ísöld skelli á. Hlýnunin veldur því að hringrás Golfstraumsins stöðvast vegna þess að ferskvatn frá Grænlandsjökli rennur á haf út og raskar jafnvæginu sem knýr strauminn. Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í viðtali við fréttastofuna að kólnunarskeiðið geti varað frá 50 og upp í 150 ár og ísaldarjökullinn gæti þakið allt landið og Skandinavíu.
Á sama tíma og heimsendaspár sem þessar birtast í fjölmiðlum er Tony Blair kominn í djúpan suður í Downing Street. Hann hefur sett sér háleit markmið fyrir G8 fundinn í Skotlandi í júlí og hefur boðað róttækar aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum. Bush er ekki par sáttur við bandamann sinn og neitar að dansa með. Þess vegna er líklegt að eitthvert innihaldslaust moð verði niðurstaða fundarins. Hvori verði ákveðin markmið sett né aðgerðir viðhafðar til að ná þeim. Drög að ályktun sem lak til fjölmiðla um daginn benda til þess að leiðtogar iðnríkjanna ætli ekki einu sinni nefna gróðurhúsaáhrifin beinum orðum.
Síðan lagði hann land undir fót og ég er kominn á þann stað í bókinni sem hann ferðast um Alaska. Þar er sífreri að bráðna og þess vegna hrynur jörðin undan húsum og trjám. Heilu vötnin eru horfin vegna þess að þau smjúga núna niður í jarðveginn. Og það er sama sagan þar, snjóalög minnka með hverju árinu og hafís er á undanhaldi. Þetta finnst höfundi bókarinnar vera kaldhæðni örlaganna þar sem stærstu olíulindir Vesturlanda eru í Alaska. Heimamenn njóta þannig ávaxtanna af olíuiðnaðinum en verða líka fyrir barðinu á náttúruhamförunum sem olíubrennslan leiðir af sér. En heimamenn vilja ólmir halda áfram að bora eftir olíu þrátt fyrir allt og þeir fara fremstir í flokki þeirra sem vilja bora á friðuðum landsvæðum. Þar sem annars staðar er skjótfengur gróðu tekinn fram yfir náttúruvernd. Mark þessir hittir naglann á höfuðið þegar segir: ,,Economic development must march forward, whatever the weather."
Í fréttum Rúv var verið að segja frá því að nýjustu rannsóknir bendi til þess að golfstraumurinn stöðvist innan 200 ára vegna hlýnunar andrúmsloftsins og ísöld skelli á. Hlýnunin veldur því að hringrás Golfstraumsins stöðvast vegna þess að ferskvatn frá Grænlandsjökli rennur á haf út og raskar jafnvæginu sem knýr strauminn. Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í viðtali við fréttastofuna að kólnunarskeiðið geti varað frá 50 og upp í 150 ár og ísaldarjökullinn gæti þakið allt landið og Skandinavíu.
Á sama tíma og heimsendaspár sem þessar birtast í fjölmiðlum er Tony Blair kominn í djúpan suður í Downing Street. Hann hefur sett sér háleit markmið fyrir G8 fundinn í Skotlandi í júlí og hefur boðað róttækar aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum. Bush er ekki par sáttur við bandamann sinn og neitar að dansa með. Þess vegna er líklegt að eitthvert innihaldslaust moð verði niðurstaða fundarins. Hvori verði ákveðin markmið sett né aðgerðir viðhafðar til að ná þeim. Drög að ályktun sem lak til fjölmiðla um daginn benda til þess að leiðtogar iðnríkjanna ætli ekki einu sinni nefna gróðurhúsaáhrifin beinum orðum.
16. jún. 2005
Ný sólarrafhlöðugræja
Þá er það neytendahornið. Eins og lesendur hafa komist að er sólarrafhlöðutaskan farin að skila sína. Hleður gemsann eins og vindurinn. En nú er annað tæki komið á markaðinn sem ég verð að kaupa mér. Solio heitir sú elska og kostar rúmar 12.000 krónur. Hún er óneitanlega handhægari en taskan góða og ég held ég neyðist til að fjárfesta í einni slíkri innan tíðar. Einhvern veginn verð ég að hlaða iPodinn minn ef hann tæmist í rafmagnsleysi um hábjartan dag í glaðasólkskini.
www.solio.com/intro.html
www.solio.com/intro.html
12. jún. 2005
Ólíkt hafast þeir að
Bush og félagar í Hvíta húsinu urðu nýlega uppvísir að því að láta starfsmann forsetans og fyrrverandi lobbíista olíufélaga breyta skýrslu vísindamanna um loftslagsbreytingar áður en hún var gefin út árið 2003.
Lobbíistinn, sem nú er starfsmannastjóri á umhverfisskrifstofu Hvíta hússins, er menntaður lögfræðingur en hefur enga vísindalega þekkingu á efni skýrslunnar. Breytingarnar sem hann gerði miðuðu allar að því að draga úr trúverðugleika þeirra rannsókna sem gerðar höfðu verið á loftslagsbreytingum og gróðurhúsaáhrifum.
Á meðan Bush dundar við þetta í Hvíta húsinu slær fyrrverandi keppinautur hans um forsetaembættið í gegn með vasklegri framgöngu á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í í San Francisco. Mikið væri heimurinn betri, bara ef...
Allt um ræðu Al Gore: www.grist.org/news/muck/2005/06/09/little-gore/index.html?source=daily
Lobbíistinn, sem nú er starfsmannastjóri á umhverfisskrifstofu Hvíta hússins, er menntaður lögfræðingur en hefur enga vísindalega þekkingu á efni skýrslunnar. Breytingarnar sem hann gerði miðuðu allar að því að draga úr trúverðugleika þeirra rannsókna sem gerðar höfðu verið á loftslagsbreytingum og gróðurhúsaáhrifum.
Á meðan Bush dundar við þetta í Hvíta húsinu slær fyrrverandi keppinautur hans um forsetaembættið í gegn með vasklegri framgöngu á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í í San Francisco. Mikið væri heimurinn betri, bara ef...
Allt um ræðu Al Gore: www.grist.org/news/muck/2005/06/09/little-gore/index.html?source=daily
10. jún. 2005
Hlýnun sjávar er af manna völdum
Í grein eftir vísindamenn Kaliforníuháskóla sem birtist í vísindaritinu Science, segir að mannskepnan beri ábyrgð á hlýnun sjávar. Meðaltalshiti sjávar hefur hækkað undanfarin 40 ár og vísindamennirnir segja að það verði ekki útskýrt með öðru en losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum. Ekki sé hægt að greina náttúrulegar orsakir þar að baki.
6. jún. 2005
Ólafur Sigurðsson er grænmeti mánaðarins
Ólafur Sigurðsson fréttamaður og vinnufélagi minn á RÚV er séní. Reyndar gefur hann lítið fyrir skoðanir mínar á umhverfismálin og reyndi um helgina að fá mig ofan af hugmyndum um gróðurhúsaáhrifin með grein úr Economist. Þar voru gróðurhúsaáhrifin sem sagt talin enn ein heimsendaspáin sem ekki væri mark á takandi. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu og ég er orðinn enn forhertari eftir lesturinn.
En í gær gerði Ólafur tvær snilldar fréttir. Önnur um tóbaksnotkun Svía en hin um breyttan klæðaburð Japana vegna loftslagsbreytinga. Hvet alla til þess að fara á ruv.is og skoða vefupptökur af fréttunum ,,Kælingarkostnaður lækkaður í Japan" og ,,Svíar nota munntóbak í stað sígarettna". Fyrir Japansfréttina hlotnast Ólafi sá heiður að vera grænmeti mánaðarins.
Ég ætla að afreka tvennt í sumar. Verða að klára þessa blessuðu BA ritgerð um Hafró og landhelgisdeilurnar. Svo ætla ég að sannfæra Ólaf Sigurðsson um að gróðurhúsaáhrifin séu vandamál sem leysist ekki af sjálfu sér.
En í gær gerði Ólafur tvær snilldar fréttir. Önnur um tóbaksnotkun Svía en hin um breyttan klæðaburð Japana vegna loftslagsbreytinga. Hvet alla til þess að fara á ruv.is og skoða vefupptökur af fréttunum ,,Kælingarkostnaður lækkaður í Japan" og ,,Svíar nota munntóbak í stað sígarettna". Fyrir Japansfréttina hlotnast Ólafi sá heiður að vera grænmeti mánaðarins.
Ég ætla að afreka tvennt í sumar. Verða að klára þessa blessuðu BA ritgerð um Hafró og landhelgisdeilurnar. Svo ætla ég að sannfæra Ólaf Sigurðsson um að gróðurhúsaáhrifin séu vandamál sem leysist ekki af sjálfu sér.
5. jún. 2005
Mótmæli í Kína vegna mengunar
Súrt regn og mengun í ám og vötnum fylgja örum efnahagsvexti í Kína. Það bjóst reyndar enginn við öðru en það sem kemur á óvart er að þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem einræðisstjórnin birti sjálf fyrir helgi.
Loftmengun er gríðarleg í stórborgum Kína og þar fellur súrt regn til jarðar vegna mengunar frá kolaraforkuverum. Talið er að íbúar 218 borga lifi við þetta ástand. Þetta minnir margt á upphaf iðnbyltingarinnar á Vesturlöndum.
Tilraunir hins opinbera til að draga úr mengun hafa reynst árangurslitlar. Mengaður afli, uppskera og drykkjarvatn eru eitthvað farin að pirra Kínverjana og þess vegna hefur kommúnistastjórnin orðið að grípa til öryggissveita upp á síðkastið til að berja á mótmælendum sem sætta sig ekki við ástand umhverfisins. Síðast í apríl særðist fjöldi fólks í átökum við lögreglu eftir að hafa lagt undir sig eina fabríkuna sem það taldi vera upptök mengunar í vatni sem eyðilagði uppskeru á svæðinu.
En vegna þess hve hagkerfið vex hratt þá treysta einræðisherrarnir sér ekki til þess að loka mengandi kolaraforkuverum. Notast verður við alla þá raforku sem býðst, hversu óhrein sem hún er. Svo bíða kjarnorkuveravæðing handan við hornið. Bretar, Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa lýst yfir áhuga á að fjölga kjarnorkuverum og telja það einu leiðina til að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa. En þá sitjum við uppi með gríðarlegt magn geislavirks úrgangs. Það yrði svona eins og dópisti sem reynir að losa sig undan kókaínfíkn með því hefja neyslu heróíns.
Læt fylgja með slóð þar sem aðeins er fjallað kosti þess og galla að fjölga kjarnorkuverum:
http://www.grist.org/advice/ask/2005/04/07/umbra-nuclear/index.html
Loftmengun er gríðarleg í stórborgum Kína og þar fellur súrt regn til jarðar vegna mengunar frá kolaraforkuverum. Talið er að íbúar 218 borga lifi við þetta ástand. Þetta minnir margt á upphaf iðnbyltingarinnar á Vesturlöndum.
Tilraunir hins opinbera til að draga úr mengun hafa reynst árangurslitlar. Mengaður afli, uppskera og drykkjarvatn eru eitthvað farin að pirra Kínverjana og þess vegna hefur kommúnistastjórnin orðið að grípa til öryggissveita upp á síðkastið til að berja á mótmælendum sem sætta sig ekki við ástand umhverfisins. Síðast í apríl særðist fjöldi fólks í átökum við lögreglu eftir að hafa lagt undir sig eina fabríkuna sem það taldi vera upptök mengunar í vatni sem eyðilagði uppskeru á svæðinu.
En vegna þess hve hagkerfið vex hratt þá treysta einræðisherrarnir sér ekki til þess að loka mengandi kolaraforkuverum. Notast verður við alla þá raforku sem býðst, hversu óhrein sem hún er. Svo bíða kjarnorkuveravæðing handan við hornið. Bretar, Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa lýst yfir áhuga á að fjölga kjarnorkuverum og telja það einu leiðina til að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa. En þá sitjum við uppi með gríðarlegt magn geislavirks úrgangs. Það yrði svona eins og dópisti sem reynir að losa sig undan kókaínfíkn með því hefja neyslu heróíns.
Læt fylgja með slóð þar sem aðeins er fjallað kosti þess og galla að fjölga kjarnorkuverum:
http://www.grist.org/advice/ask/2005/04/07/umbra-nuclear/index.html
3. jún. 2005
Pistill frá Kaliforníu
Síðunni hefur borist bréf. Hannes nokkur Helgason stærðfræðingur stundar nám í Kaliforníu í Bandaríkjunum og áhugi hans á orkumálum er greinilega mikill, enda heitt mál á þessu svæði. Fékk góðfúslegt leyfi hjá honum til að birta bréfið:
Hér í Caltech eru mikið rætt um þessi mál og þá sérstaklega í tengslum við framtíð orkumála í heiminum. Er nú þegar búinn að fara á tvo stóra fyrirlestra þar sem prófessorar við skólann ræddu þessi mál og hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Satt best að segja er útlitið svart því ef fólksfjölgunin heldur fram sem horfir og ríkistjórnir vilja viðhalda svipuðum hagvexti þá ræður mannskepnan ekki yfir þeirri tækni sem þarf til þess að fullnægja orkuþörfum okkar.
Við gætum haldið áfram að brenna kolum og olíu í einhverja tugi ára, en þar sem magn koltvísýrings í loftinu í dag er meira en það hefur verið í 500.000 ár þá er spurning hvort við viljum taka þátt í þess háttar tilraun á plánetunni okkar (svar eins prófessorsins var "It depends on how lucky you feel.")
Nú þurfa ríkisstjórnir og aðrir sem geta stutt við rannsóknir að vanda val sitt þegar kemur að því að setja pening í verkefni sem mögulega geta leyst vandann. Ef við viljum vera búin að skipta út CO2 losandi orkugjöfum fyrir árið 2050 og reisa kjarnorkuver í staðinn, þyrfti til þess 10,000 ný ver. Semsagt, eitt nýtt kjarnorkuver þyrfti að vera reist annan hvern dag næstu fimmtíu árin. Fyrir utan þennan mikla byggingarkostnað er ekki víst hvort við hefðum aðgang að nægum geislavirkum efnum (úraníum) til þess að takast á við þetta stóra verkefni. Þar fyrir utan er óljóst hvað við ættum að gera við allan þann geislavirka úrgang sem þessu fylgir.
Kjarnasamruni (fusion) er enn á rannsóknarstigi og við eigum langt í land með að slíkt verði að veruleika þannig að hægt verði að byggja einhver orkuver - ef það verður þá einhvern tímann hægt. Þó má ekki afskrifa þennan möguleika þótt tæpur sé. Þurfum að eyða miklu meiri fjármunum í þennan rannsóknargeira en nú er gert til
þess að fá einhver svör.
Að virkja sjávarföllin er önnur leið sem menn hafa velt fyrir sér, en það myndi aðeins gefa okkur brot af þeirri orku sem við þyrftum.. Þetta
gæti aldrei leyst vandann endanlega.
Vindorka er annar möguleiki, en vindmyllum fylgir gríðarlegur viðhaldskostnaður og við þyrftum að fórna stórum landsvæðum í heiminum á stærð við meðalstór fylki í Bandaríkjunum. Á engan hátt praktísk lausn.
Að virkja vatnsföll leysir ekki vandann. Búið er að virkja þar sem það borgar sig í hinum stærri löndum. Þar fyrir utan eru stór vötn að þurrkast upp, jöklar að hopa og við eigum við önnur stór vandamál tengd vatni að glíma; þ.e. vatn til manneldis.
Vetnisorka er "pólítísk" orka. Þetta er leið til þess að geyma orku, ekki framleiða
hana og nú í dag eru pólítíkusar um allan heim að monta sig af því hversu mikla vetnisorku þeirra land notar. Þeir gleyma að taka fram að að þeirra vetnisorka fæst með því að umbreyta annarri orku yfir í þetta form.
Það þýðir að í flestum tilfellum brenna menn kolum og koma orkunni sem við það fæst yfir á vetnisform. Við þetta ferli tapast að sjálfsögðu orka og á endanum höfum við minni orku á milli handanna en ef við hefðum notað kolin/olíuna beint. Sem bónus höfum við mengað jafn mikið. Vetnið má ekki afskrifa þótt pólítíkin misnoti þessa tækni til þess að þykjast fylgja einhverjum umhverfisstefnum. Þetta gæti t.d. verið góður kostur á Íslandi vegna umhverfisvænnar raforku, en ég veit ekki um mörg önnur
lönd sem búa við sömu aðstæður og við. Þó er e.t.v. mögulegt að nota þennan möguleika til þess að geyma umframorku.
Eina leiðin sem virðist geta fullnægt okkar orkuþörfum er sólarorka, en hún er of dýr eins og er og getur ekki keppt við olíu og kol ef við viljum viðhalda vestrænum lifnaðarháttum. Efnafræðingar binda vonir við nokkuð sem mætti kallast "sólarorkumálning" og hrúgast inn á bandaríska þingið til þess að sannfæra
þingmenn um að styrkja rannsóknir á þessu sviði og hreinlega að reyna að fá þessa menn til þess að átta sig á e.t.v. einu stærsta vandamáli sem mannkynið hefur nokkurn tímann staðið frammi fyrir: Hvernig leysum við orkumál heimsins án þess að þurfa að fara út í áhættusömustu tilraun sem nokkurn tímann hefur verið framkvæmd á þessari plánetu; áframhaldandi losun ótæpilegs magns gróðurhúsaloftegunda?
Bestu kveðjur,
Hannes
Hér í Caltech eru mikið rætt um þessi mál og þá sérstaklega í tengslum við framtíð orkumála í heiminum. Er nú þegar búinn að fara á tvo stóra fyrirlestra þar sem prófessorar við skólann ræddu þessi mál og hvaða möguleikar væru fyrir hendi. Satt best að segja er útlitið svart því ef fólksfjölgunin heldur fram sem horfir og ríkistjórnir vilja viðhalda svipuðum hagvexti þá ræður mannskepnan ekki yfir þeirri tækni sem þarf til þess að fullnægja orkuþörfum okkar.
Við gætum haldið áfram að brenna kolum og olíu í einhverja tugi ára, en þar sem magn koltvísýrings í loftinu í dag er meira en það hefur verið í 500.000 ár þá er spurning hvort við viljum taka þátt í þess háttar tilraun á plánetunni okkar (svar eins prófessorsins var "It depends on how lucky you feel.")
Nú þurfa ríkisstjórnir og aðrir sem geta stutt við rannsóknir að vanda val sitt þegar kemur að því að setja pening í verkefni sem mögulega geta leyst vandann. Ef við viljum vera búin að skipta út CO2 losandi orkugjöfum fyrir árið 2050 og reisa kjarnorkuver í staðinn, þyrfti til þess 10,000 ný ver. Semsagt, eitt nýtt kjarnorkuver þyrfti að vera reist annan hvern dag næstu fimmtíu árin. Fyrir utan þennan mikla byggingarkostnað er ekki víst hvort við hefðum aðgang að nægum geislavirkum efnum (úraníum) til þess að takast á við þetta stóra verkefni. Þar fyrir utan er óljóst hvað við ættum að gera við allan þann geislavirka úrgang sem þessu fylgir.
Kjarnasamruni (fusion) er enn á rannsóknarstigi og við eigum langt í land með að slíkt verði að veruleika þannig að hægt verði að byggja einhver orkuver - ef það verður þá einhvern tímann hægt. Þó má ekki afskrifa þennan möguleika þótt tæpur sé. Þurfum að eyða miklu meiri fjármunum í þennan rannsóknargeira en nú er gert til
þess að fá einhver svör.
Að virkja sjávarföllin er önnur leið sem menn hafa velt fyrir sér, en það myndi aðeins gefa okkur brot af þeirri orku sem við þyrftum.. Þetta
gæti aldrei leyst vandann endanlega.
Vindorka er annar möguleiki, en vindmyllum fylgir gríðarlegur viðhaldskostnaður og við þyrftum að fórna stórum landsvæðum í heiminum á stærð við meðalstór fylki í Bandaríkjunum. Á engan hátt praktísk lausn.
Að virkja vatnsföll leysir ekki vandann. Búið er að virkja þar sem það borgar sig í hinum stærri löndum. Þar fyrir utan eru stór vötn að þurrkast upp, jöklar að hopa og við eigum við önnur stór vandamál tengd vatni að glíma; þ.e. vatn til manneldis.
Vetnisorka er "pólítísk" orka. Þetta er leið til þess að geyma orku, ekki framleiða
hana og nú í dag eru pólítíkusar um allan heim að monta sig af því hversu mikla vetnisorku þeirra land notar. Þeir gleyma að taka fram að að þeirra vetnisorka fæst með því að umbreyta annarri orku yfir í þetta form.
Það þýðir að í flestum tilfellum brenna menn kolum og koma orkunni sem við það fæst yfir á vetnisform. Við þetta ferli tapast að sjálfsögðu orka og á endanum höfum við minni orku á milli handanna en ef við hefðum notað kolin/olíuna beint. Sem bónus höfum við mengað jafn mikið. Vetnið má ekki afskrifa þótt pólítíkin misnoti þessa tækni til þess að þykjast fylgja einhverjum umhverfisstefnum. Þetta gæti t.d. verið góður kostur á Íslandi vegna umhverfisvænnar raforku, en ég veit ekki um mörg önnur
lönd sem búa við sömu aðstæður og við. Þó er e.t.v. mögulegt að nota þennan möguleika til þess að geyma umframorku.
Eina leiðin sem virðist geta fullnægt okkar orkuþörfum er sólarorka, en hún er of dýr eins og er og getur ekki keppt við olíu og kol ef við viljum viðhalda vestrænum lifnaðarháttum. Efnafræðingar binda vonir við nokkuð sem mætti kallast "sólarorkumálning" og hrúgast inn á bandaríska þingið til þess að sannfæra
þingmenn um að styrkja rannsóknir á þessu sviði og hreinlega að reyna að fá þessa menn til þess að átta sig á e.t.v. einu stærsta vandamáli sem mannkynið hefur nokkurn tímann staðið frammi fyrir: Hvernig leysum við orkumál heimsins án þess að þurfa að fara út í áhættusömustu tilraun sem nokkurn tímann hefur verið framkvæmd á þessari plánetu; áframhaldandi losun ótæpilegs magns gróðurhúsaloftegunda?
Bestu kveðjur,
Hannes
1. jún. 2005
Nautakjöt og regnskógarnir
Ég fjallaði fyrir skömmu um það hvernig olíuhungrið hefur leikið Súdan undanfarin ár og hvernig olíuhagsmunir ráða för í alþjóðastjórnmálum. En það er ekki bara olían sem hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks í fátækari ríkjum heims. Smekkur okkar og þá sér í lagi Bandaríkjamanna fyrir nautakjöti veldur því að Amazon regnskógarnir hverfa af mannavöldum.
Nánar:
news.bbc.co.uk/1/hi/programmes/from_our_own_correspondent/4578357.stm
Nánar:
news.bbc.co.uk/1/hi/programmes/from_our_own_correspondent/4578357.stm
G8
Leiðtogar G8-ríkjanna ætla ekki að setja ákveðin takmörk við losun gróðurhúsalofttegunda á fundi sínum í Edinborg í sumar. Þetta kemur fram í stefnudrögum sem láku til fjölmiðla.
Tony Blair fer nú með formennsku í G8 og hann hefur sagst ætla að setja baráttu gegn loftslagsbreytingum á oddinn. Enda hafa breskir vísindamenn varað við áhrifum breytinganna. Það sem meira er að stjórnvöld þar í landi hafa tekið þá trúanlega á meðan starfsbræður þeirra í Bandaríkjunum þurfa nánast að þola nornaveiðar af hálfu Bush og félaga í Hvíta húsinu. Nú hafa þeir sem sagt náð að draga tennurnar úr Blair blessuðum og í ályktunum G8 fundarins verður næsta lítið gert úr loftslagsbreytingunum. Það verður líklega almennt orðað blaður um hvernig þróa þurfi nýja tækni og horfa svo bara bjartsýn til framtíðar. Ekki stafur um tafarlausar aðgerðir.
Annars á þessi G8 fundur eftir að verða merkilegur líkt og aðrir slíkir fundir, t.d. í Seattle og Genúa. Þúsundir manna mæta og krefjast aðgerða af hálfu iðnríkjanna vegna aðkallandi vandamála. 2. júlí verður t.d. mikil ganga um Edinborg þar sem vakin verður athygli á fátækt í Afríku og eyðnifaraldrinum.
Ég pantaði mér flug til Edinborgar í gær. Ætla að fylgjast með þessu og verða vitni að heimsviðburði. Vek athygli á heimasíðunni http://www.makepovertyhistory.org. Skoðið myndböndin á síðunni. Þetta með munaðarleysingjunum er ótrúlega áhrifaríkt.
Tony Blair fer nú með formennsku í G8 og hann hefur sagst ætla að setja baráttu gegn loftslagsbreytingum á oddinn. Enda hafa breskir vísindamenn varað við áhrifum breytinganna. Það sem meira er að stjórnvöld þar í landi hafa tekið þá trúanlega á meðan starfsbræður þeirra í Bandaríkjunum þurfa nánast að þola nornaveiðar af hálfu Bush og félaga í Hvíta húsinu. Nú hafa þeir sem sagt náð að draga tennurnar úr Blair blessuðum og í ályktunum G8 fundarins verður næsta lítið gert úr loftslagsbreytingunum. Það verður líklega almennt orðað blaður um hvernig þróa þurfi nýja tækni og horfa svo bara bjartsýn til framtíðar. Ekki stafur um tafarlausar aðgerðir.
Annars á þessi G8 fundur eftir að verða merkilegur líkt og aðrir slíkir fundir, t.d. í Seattle og Genúa. Þúsundir manna mæta og krefjast aðgerða af hálfu iðnríkjanna vegna aðkallandi vandamála. 2. júlí verður t.d. mikil ganga um Edinborg þar sem vakin verður athygli á fátækt í Afríku og eyðnifaraldrinum.
Ég pantaði mér flug til Edinborgar í gær. Ætla að fylgjast með þessu og verða vitni að heimsviðburði. Vek athygli á heimasíðunni http://www.makepovertyhistory.org. Skoðið myndböndin á síðunni. Þetta með munaðarleysingjunum er ótrúlega áhrifaríkt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)