Ég hef tekið saman þrjátíu ástæður sem fólk gæti haft til að mæta á mótmælin. Ef þið teljið einhver tilefni til mótmæla vanta á þennan lista þá getið þið bætt þeim við í umræðukerfið hér að neðan.
- Hækkun á matarskatti.
- Heilbrigðiskerfið holað að innan.
- Almenningur greiðir nú um fimmtung allra heilbrigðisútgjalda úr eigin vasa.
- Kostnaður krabbameinssjúklinga getur numið hundruð þúsunda króna á ári hverju.
- 2% fjölskyldna í landinu eiga nær helming allra skuldlausra eigna.
- 10% tekjuhæstu Íslendingarni fá rúmlega 1/3 allra launa á Íslandi og tekjuhæstu 20% fá fær um 56% allra launa.
- Bónusar hálaunafólks í bönkum hækka.
- Auðlegðarskattur felldur niður.
- Íslenskir milljarðar í skattaskjólum.
- Stór hópur fólks sér fram á að þurfa greiða af verðtryggðum námslánum alla ævi.
- Auðlindagjöld á sjávarútvegsfyrirtæki eru lækkuð verulega þó að þau hafi hagnast um 80 milljarða frá 2009.
- Vaxandi barnafátækt.
- Húsnæðisverð í engu samræmi við tekjur flestra.
- Verðtrygging færir milljarða frá almenningi til fjármálastofnana, verðtryggðar skuldir hækkuðu t.d. um rúma 70 milljarða árið 2013 í 4,2% verðbólgu. Heimilin skulduðu 1.927 milljarða í árslok 2013.
- Endurgreiðsla af 15 milljóna kr. húsnæðisláni er u.þ.b. 27 milljónir í Skandinavíu en vegna verðtryggingar er hún rúmar 100 milljónir á Íslandi.
- Um 2.500 milljarðar voru afskrifaðir hjá starfandi fyrirtækjum 2009-20013, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækjum, á meðan heimilin fá um 300 milljarða afskrifaða.
- Hálendið lagt undir háspennulínu og hraðbraut.
- Viðkvæmum og jafnvel skálduðum persónuupplýsingum lekið úr ráðuneytum.
- Vopnavæðing lögreglu.
- Upplýsingasöfnun lögreglu um mótmælendur og ákærur.
- Dregið úr möguleika 25 ára og eldri til að ljúka stúdentsprófi.
- Verðsamráð fyrirtækja sem kostar almenning milljarða.
- Ónýtt lífeyrissjóðakerfi.
- Lækkun vaxtabóta.
- Kennitöluflakk.
- Stóriðjan kemur hagnaði undan skatti.
- Stjórnarskráin hefur verið svæfð í nefnd.
- Ríkisstjórn sem fékk tæplega helming greiddra atkvæða í kosningum og nýtur nú lítils stuðning samkvæmt könnunum gerir grundvallarbreytingar á samfélaginu.
- Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur gert alvarlegar athugasemdir við að atkvæði sumra kjósenda vegur aðeins til helmings á við atkvæði annarra.
- Kosning- og flokkakerfið endurspeglar ekki vilja kjósenda, en í síðustu kosningum fengu 22.295 kjósendur engan fulltrúa á Alþingi og að auki skiluðu 4.217 auðu.