9. mar. 2006

Framsóknarvélaverksmiðjan er fundin


Ég spurði að því í eldra bloggi hvort að það væru framleiddar staðlaðar framsóknarvélar einhvers staðar úti í bæ. Staðallinn væri þá þetta Björns Inga/ Páls og Árna Magnússonar/Birkis Jónssonar útlit. Nú hefur mér borist sönnun fyrir því að þessi framleiðsla á sér stað í verksmiðju á Vopnafirði. Á meðfylgjandi mynd sjást framsóknarfóstrin Dagný og Birkir og Halldór Ásgrímsson á tali við verksmiðjustjórann. Halldór er víst að kvarta yfir framleiðslugalla í Árna Magnýssyni sem fattaði óvænt að lífið væri annað og meira en pólitík. Nú er unnið að nýrri og betri útgáfu framsóknarvélarinnar sem verður framleidd úr 100% leiðtogaefni.