7. feb. 2006

Grátbroslegur Múhameð og fréttir af loftslagshlýnun


Þessi mynd Jótlandspóstsins er auðvitað fyndin. Að minnsta kosti er hún grátbrosleg. Ég hef alltaf fundið til með Palestinumönnum vegna þess að ég hef fram til þessa haldið að barátta þeirra snérist um vinna aftur landsvæði sem tekin voru af þeim með stofnun Ísraelsríki. Þess vegna hef ég sýnt því skilning þegar þeir safnast saman a götum úti og brenna bandaríska og ísraelska fánann. En núna þegar ég sé myndir af þeim brenna danska fánann vegna þessara teiknimynda og öskrandi "Danmark you will pay, 7/7 on its way" klæddir í gervi sprengjubelti um sig miðja í miðborg Lundúna þá hætti ég að botna í þeim. Ég sá líka myndir af Palestínumömmun þar sem þeir röðuðu skólabörnum upp og létu þau brenna A4 blöð með teikningu af danska fánanum. Öll þessi vitleysa og hamagangur vegna skopteikninga. Þeir eru oft skrítinir hlutirnir sem maður velur að muna úr æsku en einhverra hluta vegna man ég alltaf eftir því þegar Guðmundur Hörður móðurbróðir minn, eða Týssi eins og hann var jafnan kallaður, sagði að bestu húmoristarnir væru þeir sem hefðu húmor fyrir sjálfum sér. Múslimar virðast ekki fylla þann flokk manna.
Og hvaða lærdóm á maður svo að draga af þessu? Lengi lifi Ísraelsríki og meira blóð fyrir olíu í Írak? Ég er eiginlega farinn að vona að bandaríski herinn ráðist inn í Íran áður en þessum heittrúuðu vitleysingum tekst að búa til kjarnorkusprengju.
Vitna svo í lag Rúnars Júlíussonar, Gott að gefa: ,,Trúarofstæki truflar mig/ í trú minni og von á þig/ í takt og taumleysi vonin dvín/ hentar illa eins og glatað vín."
Bendi svo á frétt RÚV og BBC af loftslagshlýnun:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4284096/11
http://news.bbc.co.uk/1/hi/sci/tech/4660938.stm