19. nóv. 2005

,,The climate system is a angry beast, and we are poking it with a stick"


Ég held að það hafi verið Jónas Kristjánsson ritstjóri sem skrifaði: ,,Ekkert er það að á Íslandi, sem ekki má laga með því að skipta um kjósendur". Nú er komið í ljós að þess gerist ekki þörf að skipta um kjósendur. 80% aðspurðra í könnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands telja að stjórnvöld geri of lítið til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. 2/3 hluti aðspurðra sögðust hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifa. Þá er vonandi að fólki láti þessa afstöðu sína ráða för í næstu kosningum.
Heyrði góða tilvitnun um daginn (já, já ég er tilvitnananörd. Þó ekki eins slæmur og Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem kennir heilu stjórnmálafræðikúrsana með tilvitnunum einum saman) sem höfð er eftir W. S. Broecker: ,,The climate system is a angry beast, and we are poking it with a stick". Sjá skýringamynd! Já hér í Edinborg eru sko stunduð alvöru vísindi með skýringamyndum, súluritum og öllum pakkanum.