28. sep. 2005

Íssalar koma hafísnum til bjargar


Hafís á norðurhvelinu hefur minnkað í fjögur ár samfleytt og verður horfinn sumarið 2060 ef ísinn heldur áfram að minnka með sama hraða og undanfarin ár. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna sem sérhæfa sig í hafísrannsóknum. Þeir segja þetta afleiðingu aukinnar losunar koltvísýrings af manna völdum. Ef ísinn hverfur þá leiðir það til enn hlýrra loftslags því að ísinn endurkastar hita og dregur þannig úr hlýnun en sjórinn dregur aftur á móti hitann í sig og stuðlar þannig að hlýnun loftslags.
En örvæntum ekki. Íssalarnir Ben og Jerry hafa opnað loftslagsbreytingaskóla á norðurslóðum og auglýsa eftir svölu fólki til að taka þátt í að baráttunni við loftslagshlýnun. Eins og sannir sölumenn hafa þeir samið slagorð fyrir skólann: ,,Take it from two ice cream guys, when it´s melted, it´s ruined!". Það er nokkuð til í þessu.