19. júl. 2005

Kínverjar í klípu

Íbúar 400 borga í Kína munu lifa við heilsuspillandi loftmengun árið 2010 ef bílafloti Kínverja heldur áfram að stækka sem hingað til.
Fulltrúar kínverska umhverfisráðuneytisins segja Kínverja líta á bíla sem stöðutákn. Þess vegna velji þeir bílana eftir stærð og útliti í stað þess að einblína á sparneytni. Þetta hljómar svolítið kunnuglega. Engu að síður er stór munur á milli Íslands og Kína. Kínverskt stjórnvöld veita þeim skattaafslátt sem kaupa sparneytna bíla en hér á landi eru þeir verðlaunaðir sem kaupa pallbíla frá Bandaríkjunum.