16. jún. 2005

Ný sólarrafhlöðugræja

Þá er það neytendahornið. Eins og lesendur hafa komist að er sólarrafhlöðutaskan farin að skila sína. Hleður gemsann eins og vindurinn. En nú er annað tæki komið á markaðinn sem ég verð að kaupa mér. Solio heitir sú elska og kostar rúmar 12.000 krónur. Hún er óneitanlega handhægari en taskan góða og ég held ég neyðist til að fjárfesta í einni slíkri innan tíðar. Einhvern veginn verð ég að hlaða iPodinn minn ef hann tæmist í rafmagnsleysi um hábjartan dag í glaðasólkskini.

www.solio.com/intro.html