29. maí 2005

Sólarrafhlöðutaskan komin í hús

Þá er sólarrafhlöðutaskan komin og ég er búinn að hlaða símann með þessari elsku. Hún svínvirkar! Hélt í alvöru að ég væri að kaupa köttinn í sekknum en þessi elska malar eins og köttur. Ég held að ég sé ástfanginn í annað sinn.
En það er nokkuð ljóst hver verður töffarinn í bekknum í umhverfisfræðinni í Edinborg í haust. Það á ekki eftir að slitna slefið hjá þessum græningjum sem sitja með mér í kúrsum um gróðurhúsaáhrifin og sjálfbæra þróun.
Ég þarf að finna nafn á töskuna. Sunna liggur beint við eða Birta. Sendið hugmyndir á ghgudmundsson@isl.is og hver veit nema að ég hendi 50 kalli í þann sem kemur með bestu hugmyndina.