20. maí 2005

Helmingur mannkyns borgarbuar

Nú styttist óðum í að helmingur mannkyns búi í borgum samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna. Markinu verður líklega náð á næstu mánuðum. Árið 1900 voru 14% mannkyns borgarbúar en 47% hundrað árum síðar.
Talið er að áframhaldandi þéttbýlisþróun verði mest í þróunarlöndunum en þar hefur reynst erfiðast að hemja mengun stórborganna. Í Evrópu og Bandaríkjunum mun þéttbýlisþróunin hins vegar vera við það að stöðvast.

Nánar:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/sci/tech/4561183.stm