11. maí 2005

Heimsendaspá The New Yorker

Útlitið er ekki bjart ef marka má þriðju og síðustu greinina í greinaflokki Elizabeth Kolbert um hlýnun loftslagsins og áhrif mannsins á lífríkið. Þeirra tók fyrst að gæta af alvöru á síðari hluta 18. aldar þegar James Watt hannaði fullkomna gerð gufuvélar. Þá hófst nýtt og áður óþekkt skeið í sögu jarðar að mati Kolbert sem virðist nú ætla að leiða okkur til glötunar án þess að almenningur geri sér grein fyrir því sem bíður handan við hornið.

New Yorker:
http://www.newyorker.com/fact/content/?050509fa_fact3