4. maí 2005

Grænmeti mánaðarins svipt titlinum

Ég útnefndi fjármálaráðherra "grænmeti mánaðarins" fyrir skömmu fyrir að lækka virðisaukaskatt á vetnisbílum. En nú verð ég því miður að svipta hann titlinum. Þetta hlýtur að teljast pólitískt áfall fyrir karlinn.
Landvernd hefur sem sagt komið upp um ráðherrann. Þannig er mál með vexti að gjöld á pallbíla eru margfalt lægri en á aðra stóra fólksbíla. Á heimasíðu þeirra stendur að sá sem kaupir pallbíl fái í raun afslátt á bilinu 700 – 1300 þúsund miðað við ef hann keypti annarskonar bíl með vélarstærð yfir 2000 cc.
Vei þér, fyrrverandi grænmeti mánaðarins. Vei þér, því á sama tíma er afsláttur á vörugjöldum á bíla sem nota rafmagn eða metan sem orkugjafa 120 þúsund krónur.

Nánar:
http://www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=1514