15. apr. 2005

Stjörnurnar poppa upp umhverfisvernd

Leikararnir Matt Damon, Ed Norton og Cameron Diaz hafa tekið að sér að gera umhverfisvernd svolítið hipp og kúl. Mussuliðið svonefnda var kannski ekki að afla fjöldafylgis við málstaðinn í Bandaríkjunum en þessi þrjú fræknu eru talin líklegri til árangurs.
Öll koma þau fram í nýjum sjónarpsþáttum um umhverfismál. Diaz poppar umhverfisvernd lítið eitt upp í þættinum Trippin , sem er sýndur á MTV sjónarpsstöðinni.
Matt Damon verður með kynnir í þættinum Journey to Planet Earth og Ed Norton verður í þættinum Strange Days.
Þá er bara að poppa lífrænt ræktaðan maís og koma sér þægilega fyrir í sjónarpssófanum með ylvolgt jurtate. Nei, ætli það. Skellir maður ekki bara Newman í örbylgjuna opnar eina ískalda kók. Að vera mussa eða ekki vera mussa. Það er spurningin.