13. apr. 2005

Íslendingar óttast loftslagsbreytingar

Þrír af hverjum fjórum Íslendingum óttast loftslagsbreytingar samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 75,4% Íslendinga áhyggjur af loftslagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifa.
Af þeim sem óttast loftslagsbreytingar kváðust 35,7% hafa miklar áhyggjur og 39,6% sögðust hafa nokkrar áhyggjur. Mun hærra hlutfall kvenna en karla hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum.