23. apr. 2005

Hvað hefur breyst undanfarin 35 ár?

Á föstudag voru 35 ár liðin frá því að fyrsti dagur jarðar var haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum. Hvað ætli hafi breyst þar vestra síðan þá:

Rafmagnsnotkun í Bandaríkjunum
1970 - 1.535 milljarðar kílóvattstundir. Þar af 6% "græn" orka.
2005 - 3.837 milljarðar kílóvattstundir. Þar af 6,7% "græn" orka.

Olíunotkun í Bandaríkjunum
1970 - 14,7 milljónir tunna á dag
2005 - 20,9 milljónir tunna

Fólksbílar í Bandaríkjunum
1970 - 89,2 milljónir
2005 - 135,7 milljónir

Sorp frá hverjum Bandaríkjamanni dag hvern
1970 - 1,5 kíló
2005 - 2 kíló