3. apr. 2005

Ford pikkar upp nýja framleiðslustefnu

Fleiri og fleiri stórfyrirtæki viðurkenna orðið ógn loftslagsbreytinga. Ford bílaframleiðandinn ætlar að greina vandann með hjálp góðra vísindamanna og breyta framleiðslunni í samræmi við niðurstöðuna. Wall Street Journal greinir frá þessu.
Ford bifreiðar eru þær orkufrekustu á markaðnum. Samt fjölgar Ford jeppum gríðarlega á götum hér á landi og stjórnvöld leggja lægri skatta á Ford pallbíla en aðra bíla því þeir eru flokkaðir sem vinnutæki. Það er ekki heil brú í því.