6. apr. 2005

Alparnir komnir í sumarfötin

Svisslendingar ætla að klæða nokkrar skíðabrekkur að lokinni skíðavertíð í vor. Þeir óttast að hlýnandi loftslag eigi eftir að bræða 70% af svissneskum jöklum næstu 30 árin. Við það myndu tekjur af skíðamönnum dragast saman. Það sama má segja um ítölsku- og austurrísku Alpana. En með því að draga dúk yfir brekkurnar vilja Svisslendingar draga úr bráðnuninni.
Skíðamenn virðast því deyjandi stétt víðar en hér á landi. Þetta sýnir líka hversu gróðurhúsaáhrifin eru nálæg og raunveruleg. Samt eru enn til menn sem vilja beina umræðunni að því hvort gróðurhúsaáhrifin séu raunverulegt vandamál.