23. mar. 2005

Viagra til bjargar dýrum í útrýmingarhættu

Stinningarlyfið Viagra kann að koma dýrategundum í útrýminarhættu til bjargar. Hver hefur ekki skóflað í sig muldu nashyrningshorni þegar illa stendur á í hjónarúminu? Eða soðnum sæhesti með þurrkuðum leðurblökuvængjum og snöggsteiktum svartabjarnarsteik í skjaldbökusósu? Gallinn er bara sá að þessar dýrategundur sem veiddar eru vegna stinningareiginleika þeirra eru í útrýmingarhættu. Nýjasta dagskipun græningja er þá að koma liðinu af sæhestakúrnum og á Viagra.

Nánar:
http://www.grist.org/comments/soapbox/2005/03/22/smith/?source=daily