25. mar. 2005

Upprisa Framsóknarflokksins?

Föstudaginn langa tileinka ég framsóknarmönnum. Hallur Magnússon hvetur til þess á vefsíðu flokksins að Íslendingar taki upp hvassari umhverfisstefnu á alþjóðavettvangi:
,,Íslendingar standa betur en flestar aðrar þjóðir hvað varðar möguleika á hreinni, umhverfisvænni ímynd byggðri á grunnhugmyndinni um sjálfbæra þróun. Ekkert eitt atriði gæti skapað Íslandi betri og sterkari ímynd í alþjóðaviðskiptum."
Framsóknarmenn verða ekki krossfestir ef þeir taka upp svona stefnu, hún kann engu að síður að leiða til upprisu þeirra. Ekki veitir af eftir píslargöngu þeirra undanfarnar vikur.