11. mar. 2005

Á hvernig bíl myndi kristur keyra?

Nú er evangelíska kirkjudeildin í Bandaríkjunum farin að beita sér í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. Þetta gæti leitt til vatnaskila í stefnu bandaríkjastjórnar í umhverfismálum þar sem evangelistar eru fjórðungur bandarísku þjóðarinnar og kjarninn í fylgi Repúblikanaflokksins.
Einn þeirra sem fer fremstur í flokki grænna evangelista er sr. Jim Ball sem keyrði þvert yfir Bandaríkin árið 2002 undir slagorðinu: ,,Á hvernig bíl myndi kristur keyra?" Ég giska á Toyota Prius eða vetnisstrætó. Ef hann keyrði um á strætó þá hefði hann líka pláss fyrir lærisveinana - sem er gott.

Nánar:

http://www.nytimes.com/2005/03/10/national/10evangelical.html?ex=1268110800&en=0a13bfb1e88210a3&ei=5090&partner=rssuserland