17. mar. 2005

Græningjar í útrýmingarhættu

Það stendur yfir merkileg umræða um það í hópi græningja hvort umhverfisverndarstefnan sé búin að vera. Eflaust er margt til í því - græningjar eru margir hverjir einstrengingslegir öfgamenn sem kjöldraga menn fyrir að ganga í leðurskóm. Ég fór nú á fund í gær um stjórnarskrána og umhverfisrétt klæddur í nýja Lacoste leðurskó og komst upp með það. Samt voru Kolbrún Halldórsdóttir og Hjörleifur Guttormsson í salnum.
En þeir hafa líklega rétt fyrir sér sem halda því fram að græningjar séu búnir að mála sig út í horn þar sem þeir hafa komið sér þægilega fyrir í eigin heimi. Umræðan hérna heima er dæmi um þetta. Umhverfisvernd virðist nær eingöngu snúast um það að vernda hálendið fyrir Landsvirkjun. Það er gott og blessað en græn hreyfing verður aldrei fjöldahreyfing með þann málstað einan.
Skoðanakönnun á grist.org er gott dæmi hversu græningjar geta verið furðulegir. Spurt er um stöðu umhverfisverndarstefnunar í stjórnmálum og rúmlega helmingur segir spurninguna of heimskulega fyrir svo flókið fyrirbæri! Þetta lið er bara í eigin heimi. Hvers vegna geta þeir ekki gefið einföld svör við einföldum spurningum.

Umræðan um dauða umhverfisverndarhreyfingarinnar:
http://www.grist.org/news/maindish/2005/01/13/doe-intro/