12. mar. 2005

Bush og græningjar fallast í faðma

Sambandið milli Bush-stjórnarinnar og umhverfisverndarsinna í Bandaríkjunum hefur verið heldur stirt fram að þessu. Nú hefur forsetinn hins vegar tekið fram fyrir hendur þingsins, sem felldi nýlega lög um bætt loftgæði, og sett reglur um að fyrirtækjum beri að draga úr losun mengandi loftefna. Umhverfisverndarsinnar segja að þetta skref sé það stærsta sem tekið hefur verið í áratugi til að draga úr loftmengun í Bandaríkjunum. Kannski að það sé að gróa um heild milli Bush og græningja eftir að hann málaði sig út í horn með því að skrifa ekki undir Kyoto-sáttmálann.

Nánar:
http://www.latimes.com/news/printedition/asection/la-na-skies11mar11,1,1524890.story?coll=la-news-a_section&ctrack=1&cset=true