22. feb. 2005

Votlendi í Írak endurheimt

Talið er að hægt verði að endurheimta um 30% votlendis í Írak sem var þurrkað upp með skipulögðum hætti í valdatíð Saddam Husseins. Fyrrum íbúar svæðisins snúa nú aftur frá flóttamannabúðum í Íran og dýralíf er að taka við sér að nýju. Svæðið var mikilvægur viðkomustaður farfugla milli Afríku og Síberíu.
Tæpum tveimur milljörðum króna verður varið til þess að koma svæðinu aftur í fyrra horf.

http://news.bbc.co.uk/1/hi/sci/tech/4284195.st
http://http://news.independent.co.uk/world/middle_east/story.jsp?story=613159