26. feb. 2005

Græn ímynd vatnsaflsvirkjana að fölna

Orka sem fæst frá vatnsaflsvirkjunum kann að vera skaðlegri umhverfinu en talið hefur verið. Nú er unnið að því að endurskoða alþjóðlegar reglur um mat á losun ríkja á gróðurhúsalofttegundum og tillaga er um að endurskoða sérstaklega vatnsaflsvirkjanir, sem hafa verið flokkaðar sem umhverfisvæn orkuframleiðsla fram til þessa. Þetta kann að breyta ímynd Íslands og undirbúningi fyrir komandi viðræður um næsta Kyoto-samning sem á að taka gildi árið 2012.
Vísindamaður sem starfar á vegum alþjóðlegrar nefndar sem fjallar um áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda segir mikið magn koltvísýrings og metans berast frá vatnsaflsvirkjunum. Í verstu tilfellum sé losunin meiri en með framleiðslu sömu raforku með olíu eða gasi.

Nánar:
http://www.newscientist.com/channel/earth/mg18524884.100