Námskeið í gerð hlaðvarpa

Ég býð upp á námskeið í gerð hlaðvarpa (podcast), en þau eru ódýr og einföld leið fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki til að koma efni og upplýsingum á framfæri við almenning. Á námskeiðinu er fjallað um það hvað hlaðvarp er, vinsælustu hlaðvörpin og hvernig hlaðvarpsþættir eru framleiddir og þeim komið á framfæri við almenning.

Námskeiðið er kennt hjá Endurmenntun Háskóla Íslands tvisvar á ári en auk þess hef ég boðið hópum, félögum, stofnunum og fyrirtækjum upp á styttri útgáfu af námskeiðinu. Áhugasamir geta sent mér tölvupóst á ghgudmundsson@gmail.com eða hringt í síma 8680386.

Umsagnir

„Vel skipulagt og efnismikið námskeið.“
„Praktískt og einfalt.“
„Uppbygging góð og farið skipulega yfir helstu þætti.“
„Frábært í alla staði.“
- Nemendur hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.


„Fyrir þá sem ekki hafa unnið við útvarpsþáttagerð er námskeiðið afar gagnlegt en þar er farið yfir allt það helsta varðandi gerð hlaðvarps.“
 - Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.   
„Guðmundur Hörður átti sérlega auðvelt með að miðla fjölbreyttum fróðleik um hlaðvarpsgerð og skapa umræður um þennan frábæra miðil. Hann skilaði sínu 100% og ég mæli hiklaust með námskeiðinu.“

- Tjörvi Bjarnason, Bændasamtökum Íslands.